Chili con carne með dökku súkkulaði

  

apríl 2, 2017

Ljúffengt chili con carne með dökku súkkulaði.

  • Matur fyrir: 4

Hráefni

1 tsk. kúmen

1 tsk. kanill

1 tsk. kóríander

1 tsk. saxaður hvítlaukur

450 g. nautahakk

3 msk. olífuolía

3 msk. sólþurrkaðir tómatar - saxaðir smátt

2 laukar - saxaðir

2 hvítlaukar - saxaðir smátt

1 dós saxaðir tómatar í dós frá Grön Balance

1 dl. nautasoð

1/2 dós nýrnabaunir frá Gestus - vökvinn tekinn frá

1/2 dós nýrnabaunir í chilisósu frá Gestus - vökvinn tekinn frá

40 g. af 70% súkkulaði - saxað

Salt og pipar

Leiðbeiningar

1Hitið olíu á pönnu við vægan hita. Setjið cumin, kanil, kóríander og hvítlauk út á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur. Bætið lauknum út á pönnuna og steikið þar til hann er orðinn glær.

2Bætið nautahakki út á pönnuna og brúnið. Setjið tómata úr dós, saxaða tómata og nautasoðið saman við og látið malla í um 30 mínútur. Setjið baunir saman við og hitið í um 5 mínútur.

3Takið pönnuna af hitanum og hrærið súkkulaðið út í. Saltið og piprið.

4Berið fram með t.d. nachos, hrísgrjónum, sýrðum rjóma og osti.

Þessi uppskrift er frá Berglind hjá Gulur, Rauður, Grænn og Salt, http://grgs.is/.

00:00

0 Umsagnir

All fields are required to submit a review.

Aðrar uppskriftir

Mexíkósk vefja með hakki

Ommeletta með spínati og risarækjum

Sætkartöflu mús

Leita að uppskriftum