Bragðsprengju spaghettí og kjötbollur


Með því að bæta svolítið af þurrum chili-pipar út í pastasósuna glæðir þú hana nýju lífi. Í þessari uppskrift er blandað saman mismunandi gerðum af kjöti en þú getur notað hvaða kjöt sem þér sýnist. Hrikalega gott!

[cooked-sharing]

MagnFyrir 6
 2 þurrar brauðsneiðar, skorpan skorin af (u.þ.b. 120 gr)
 nokkur fersk salvíublöð
 1 rósmaríngrein
 250 gr. úrvals nautahakk
 250 gr. úrvals svínahakk
 ½ msk. chili
 1 stórt egg úr lausagönguhænu
 tvær 400 gr. krukkur af Jamie Oliver Tomato & Chilli Pasta Sauce
 500 gr. Jamie Oliver Spaghetti
 parmesan eða pecorino ostur
 3 basilikkugreinar
 Jamie Oliver Extra Virgin Olive Oil
1

Skellið brauðinu í matvinnsluvél til þess að mylja það niður og setjið svo til hliðar. Tínið salvíuna og rósmarínið varlega af stilknum og fínsaxið blöðin. Blandið hakkinu saman við kryddjurtirnar í stórri skál, kryddið með chili-piparnum, bætið egginu út í og blandið loks brauðmolunum saman við. Kryddið með salti og pipar. Hnoðið svo saman og mótið litlar bollur, um 1,5 cm í þvermál, eða um 40 talsins.

2

Hellið báðum krukkunum af tómat chili pastasósunni í stóran pott og hitið varlega á lágum hita. Brúnið kjötbollurnar í ólífuolíu á meðan sósan hitnar í gegn, eða í um fimm mínútur, þar til þær hafa fengið fallegan lit. Hafið í huga að bollurnar gæti þurft að brúna í nokkrum skömmtum. Bætið þeim loks út í sósuna og hrærið varlega saman, setjið lokið á pottinn og leyfið öllu að malla í um fimmtán mínútur - eða þar til kjötbollurnar eru eldaðar í gegn.

3

Um það bil tíu mínútum áður en kjötbollurnar eru tilbúnar er gott að elda spaghettíið í stórum potti í sjóðandi söltuðu vatni samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Þegar spaghettíið er orðið al dente, er því hellt í gegnum sigti en einni ausu af vatninu úr pottinum er haldið eftir. Spaghettíið er sett aftur í pottinn og um helmingnum af kjötbollunum og sósunni helt yfir. Vatninu af spaghettíinu er svo bætt út í ef bleyta þarf upp í matnum.

4

Berið fram á djúpum diskum og með afgangnum af sósunni. Rífið parmesan eða pecorino ost yfir og skreytið með nokkrum basilikkulaufum. Hellið loks dreitli af jómfrúarolíu yfir.

„Það þarf ekki að vera flókið að matreiða. Með bara örlítilli þekkingu er einfalt að elda bragðgóðan mat. Það er engin ástæða til að óttast að prófa!“ - Jamie Oliver

Innihaldsefni

 2 þurrar brauðsneiðar, skorpan skorin af (u.þ.b. 120 gr)
 nokkur fersk salvíublöð
 1 rósmaríngrein
 250 gr. úrvals nautahakk
 250 gr. úrvals svínahakk
 ½ msk. chili
 1 stórt egg úr lausagönguhænu
 tvær 400 gr. krukkur af Jamie Oliver Tomato & Chilli Pasta Sauce
 500 gr. Jamie Oliver Spaghetti
 parmesan eða pecorino ostur
 3 basilikkugreinar
 Jamie Oliver Extra Virgin Olive Oil

Leiðbeiningar

1

Skellið brauðinu í matvinnsluvél til þess að mylja það niður og setjið svo til hliðar. Tínið salvíuna og rósmarínið varlega af stilknum og fínsaxið blöðin. Blandið hakkinu saman við kryddjurtirnar í stórri skál, kryddið með chili-piparnum, bætið egginu út í og blandið loks brauðmolunum saman við. Kryddið með salti og pipar. Hnoðið svo saman og mótið litlar bollur, um 1,5 cm í þvermál, eða um 40 talsins.

2

Hellið báðum krukkunum af tómat chili pastasósunni í stóran pott og hitið varlega á lágum hita. Brúnið kjötbollurnar í ólífuolíu á meðan sósan hitnar í gegn, eða í um fimm mínútur, þar til þær hafa fengið fallegan lit. Hafið í huga að bollurnar gæti þurft að brúna í nokkrum skömmtum. Bætið þeim loks út í sósuna og hrærið varlega saman, setjið lokið á pottinn og leyfið öllu að malla í um fimmtán mínútur - eða þar til kjötbollurnar eru eldaðar í gegn.

3

Um það bil tíu mínútum áður en kjötbollurnar eru tilbúnar er gott að elda spaghettíið í stórum potti í sjóðandi söltuðu vatni samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Þegar spaghettíið er orðið al dente, er því hellt í gegnum sigti en einni ausu af vatninu úr pottinum er haldið eftir. Spaghettíið er sett aftur í pottinn og um helmingnum af kjötbollunum og sósunni helt yfir. Vatninu af spaghettíinu er svo bætt út í ef bleyta þarf upp í matnum.

4

Berið fram á djúpum diskum og með afgangnum af sósunni. Rífið parmesan eða pecorino ost yfir og skreytið með nokkrum basilikkulaufum. Hellið loks dreitli af jómfrúarolíu yfir.

Bragðsprengju spaghettí og kjötbollur