Print Options:

Bibim Oumph!

MagnFyrir 4

 1 poki Bibim Oumph!
 1/2 dolla af Krónu chipotle majónes
 1/3 ananas
 1 appelsínugul paprika
 2 portabello sveppir
 2 gulrætur
 1 hvítlauksrif
 5 cm engifer
 1 lime
 2 msk. chilí paste eða chilí sósa
 2 msk. agave síróp
 2 msk. tamari sósa
 Salt og pipar eftir smekk
 4 dl eldað svart quinoa
 1/4 kg eldaðar edamame baunir
 1 söxuð avokadó
 Safi úr 1 lime
 1 dl rauðrófuspírur
1

Setjið olíu á pönnu og steiki Oumph! á pönnu við miðlungs hita eða þar til það er eldað í gegn og smá stökkt að utan.

2

Skerið niður sveppi, ananas og papriku í stóra bita. Skerið gulrætur í rétt minni bita. Saxið engifer og hvítlauk og setjið öll hráefnin saman í skál.

3

Blandið saman tamari sósu, agave sírópi, chilí paste, lime og chipotle sósu í annarri skál. Saltið og piprið eftir smekk. Hellið sósunni yfir grænmetið og marinerið í klukkutíma, því lengur því betra.

4

Eldið við 225°c í 20-25 mín. Blandið að lokum saman með Bibim Oumph! Saltið og piprið eftir smekk.

5

Berið fram með svörtu quinoa saladi. Quinoa blandað saman með edamame baunum, avokadó, lime safa og rauðrófuspírur.

Næringargildi

Fyrir 0