Bibim Oumph!

  ,   

ágúst 11, 2017

Ferskt og gott chipotle majónes marinerað grænmeti með Bibim Oumph!

  • Matur fyrir: 4

Hráefni

1 poki Bibim Oumph!

1/2 dolla af Krónu chipotle majónes

1/3 ananas

1 appelsínugul paprika

2 portabello sveppir

2 gulrætur

1 hvítlauksrif

5 cm engifer

1 lime

2 msk. chilí paste eða chilí sósa

2 msk. agave síróp

2 msk. tamari sósa

Salt og pipar eftir smekk

4 dl eldað svart quinoa

1/4 kg eldaðar edamame baunir

1 söxuð avokadó

Safi úr 1 lime

1 dl rauðrófuspírur

Leiðbeiningar

1Setjið olíu á pönnu og steiki Oumph! á pönnu við miðlungs hita eða þar til það er eldað í gegn og smá stökkt að utan.

2Skerið niður sveppi, ananas og papriku í stóra bita. Skerið gulrætur í rétt minni bita. Saxið engifer og hvítlauk og setjið öll hráefnin saman í skál.

3Blandið saman tamari sósu, agave sírópi, chilí paste, lime og chipotle sósu í annarri skál. Saltið og piprið eftir smekk. Hellið sósunni yfir grænmetið og marinerið í klukkutíma, því lengur því betra.

4Eldið við 225°c í 20-25 mín. Blandið að lokum saman með Bibim Oumph! Saltið og piprið eftir smekk.

5Berið fram með svörtu quinoa saladi. Quinoa blandað saman með edamame baunum, avokadó, lime safa og rauðrófuspírur.

Uppskriftin er frá Linnea Hellström, eiganda Veganæs. https://www.facebook.com/veganaesRVK/

00:00

0 Umsagnir

All fields are required to submit a review.

Aðrar uppskriftir

Æðislegt fiski taco með mangó sósu

Skyrterta með kirsuberjasósu

Fullkomin sumarterta með marengs

Leita að uppskriftum