Basilkjúklingur með mjúku penne pasta og rifnum parmesanosti

  , ,   

mars 27, 2017

Kjúklingaréttur með ítölsku ívafi og einstaklega bragðgóður.

  • Matur fyrir: 4-6

Hráefni

1 bakki kjúklingabringur

Jamie Oliver penne pasta

1/2 krukka af Jamie Oliver Italian herb pesto

Olífuolía frá Jamie Oliver

1 poki furuhnetur

40 g. fersk basilika

1 parmesan ostur

2 hvítlauksrif

Leiðbeiningar

1Hitið ofninn í 180°C á blástur. Byrjið á því að sjóða pastað í 10 mínútur (gott að setja smá salt út í vatnið)

2Á meðan pastað er að sjóða setjið ferska basiliku, furuhnetur, 1/2 parmesanost og hvítlauk í matvinnsluvél, ásamt 6 msk. af olífuolíu. Þá er komið þetta fína basilpestó sem er gott með mörgum ítölskum réttum.

3Setjið kjúklinginn í eldfast mót og hellið ólífuolíu yfir. Kryddið með salt og pipar. Smyrjið Italian herb pestóinu yfir kjúklinginn.

4Látið allt vatn leka af pastanu og hellið því síðan yfir kjúklinginn. Að lokum er basilpestóið sett yfir pastað.

5Þegar öll hráefnin eru komin í eldfasta mótið raspa ég hinn helminginn af parmesanostinum yfir allt. Rétturinn er eldaður í ofninum í 50 mínútur eða þar til kjúklingurinn hefur eldast í gegn.

Þessi uppskrift er frá Tinnu Alavis, http://alavis.is/category/uppskriftir/.

00:00

0 Umsagnir

All fields and a star-rating are required to submit a review.

Aðrar uppskriftir

Tzatziki lax með hrísgrjónum

Heimagerðir kjúklinganaggar með sætkartöflufrönskum

Beikonsultupizza frá Shake and Pizza

Leita að uppskriftum