Ananasfrómas

  

mars 20, 2017

Þetta er allra besti eftirréttur fyrr og síðar á aðfangadag eða gamlárskvöld. Það skemmir heldur ekki fyrir hvað hann er ótrúlega einfaldur.

Hráefni

2 litlar dósir Gestus ananassafi

5 egg

250 g. sykur

1/2 líter rjómi - þeyttur

10 blöð matarlím

Leiðbeiningar

1Þeytið egg og sykur þangað til blandan verður létt og ljós.

2Þeytið rjómann og blandið saman við eggja- og sykurblönduna með sleif.

3Sigtið ananassafann frá bitunum og hellið út í. Bræðið næst matarlímið í smá ananassafa (best er að bræða eitt blað í einu) og hellið saman við í lokin í mjórri bunu og hrærið stöðugt í á meðan. Matarlímmið má ekki fara sjóðheitt út í, heldur vel volgt. Það má ekki vera farið að stífna.

4Helli í eina stóra skál eða margar litlar og látið stífna í kæli í nokkrar klukkustundir.

Þessi uppskrift er frá Tinnu Alavis, http://alavis.is/category/uppskriftir/

00:00

0 Umsagnir

All fields and a star-rating are required to submit a review.

Aðrar uppskriftir

Chilí tómatsúpa

Mexíkóskir chilí maísstönglar

Sweet chili tígrisrækja með eplum og myntu

Leita að uppskriftum