Æðisleg humarsúpa


ErfiðleikastigAuðvelt

[cooked-sharing]

MagnFyrir 4

Uppskriftin er fyrir sex manns í forrétt og í aðalrétt fyrir 4.

Gott er að bera gott brauð fram með súpunni.

Það má gjarnan laga súpuna t.d. deginum áður og geyma í ísskáp. Þá er best að gera allt nema að bæta humrinum útí. Áður en að það á að bera súpuna fram er súpan þá hituð upp við ekki of háan hita til þess að forðast það að hún brenni við og Humarinn þá settur í í 1 mínútu áður en að hún er borin fram og humrinum dreift í diskana.

Hráefni
 1 l Skelfisk Fond
 500 g Humar
 ½ l Rjómi
 ½ dl Hvítvín (Chef Louise)
 70 g Tómatpúrre (First price)
 ½ tsk. Fennel duft
 ½ msk. Sriracha sósa
 1,50 [teningur] Grænmetiskraftur
 30 g Smjör
 1 msk. Hveiti
Aðferð
1

Bræðið smjörið yfir vægum hita og hrærið hveitinu saman við þegar smjörið bráðið. Takið smjörbolluna til hliðar og af hita.

2

Setjið allt í pott nema smjörbolluna og hrærið saman með písk. Hitið upp að suðu og lækkið þá hitann þannig að það sjóði mjög rólega. Sjóðið rólega í ca. 5 mínútur.

3

Bætið smjörbollunni í í tveimur til þremur hlutum og hrærið stöðugt í með písk á meðan.

4

Sjóðið rólega í ca. 5 mínútur eftir að smjörbollan hefur verið leyst upp og súpan hefur þykknað.

5

Bætið skelflettum humri útí súpuna og leyfið að vera í í ca. 1 mínútu. Passið að sjóða humarinn ekki of lengi.

6

Deilið því humrinum á diskana, fyllið upp með súpu og bætið jafnvel einni matskeið af þeyttum rjóma ofan á hvern disk.

 

 

Innihaldsefni

Hráefni
 1 l Skelfisk Fond
 500 g Humar
 ½ l Rjómi
 ½ dl Hvítvín (Chef Louise)
 70 g Tómatpúrre (First price)
 ½ tsk. Fennel duft
 ½ msk. Sriracha sósa
 1,50 [teningur] Grænmetiskraftur
 30 g Smjör
 1 msk. Hveiti

Leiðbeiningar

Aðferð
1

Bræðið smjörið yfir vægum hita og hrærið hveitinu saman við þegar smjörið bráðið. Takið smjörbolluna til hliðar og af hita.

2

Setjið allt í pott nema smjörbolluna og hrærið saman með písk. Hitið upp að suðu og lækkið þá hitann þannig að það sjóði mjög rólega. Sjóðið rólega í ca. 5 mínútur.

3

Bætið smjörbollunni í í tveimur til þremur hlutum og hrærið stöðugt í með písk á meðan.

4

Sjóðið rólega í ca. 5 mínútur eftir að smjörbollan hefur verið leyst upp og súpan hefur þykknað.

5

Bætið skelflettum humri útí súpuna og leyfið að vera í í ca. 1 mínútu. Passið að sjóða humarinn ekki of lengi.

6

Deilið því humrinum á diskana, fyllið upp með súpu og bætið jafnvel einni matskeið af þeyttum rjóma ofan á hvern disk.

Æðisleg humarsúpa