Umhverfisvænni jól


Krónan ❤️ Umhverfið.

Nú styttist aldeilis í jólin.

Hér höfum við tekið saman sniðugar hugmyndir hvernig megi gera jólin örlítið umhverfisvænni.

Gefðu heimagert og gott

Ef það er eitthvað sem gleður er það að fá heimagerða gjöf!

Skelltu í dýrindis jólakonfekt , nú eða í heimagerða sultu og nýttu gamlar krukkur.

Mmm matargjafir

Það er gaman að gleðja með góðum mat.

Gefðu dýrindis gjafakassa frá Olifa eða gómsætar ostakörfur.

Psst… Munið að flokka umbúðirnar ❤️

Græn Wasabi jól

Skemmtilega gómsæt og öðruvísi gjöf.

Wasabi rótin frá Nordic Wasabi kemur í fallegum gjafakassana sem má vel endurnýta.

Föndraðu aðventukransinn úr gömlum dósum eða krukkum

Obbosí! Gleymdiru að setja upp aðventukrans í ár?

Það er einn sunnudagur eftir.

Vissir þú að gamlar krukkur og dósir geta orðið að geislandi aðventukrans!

Það þarf bara smá sköpunargleði!

Geymdu jólappapírinn eða notaðu morgunverðakassana

Geymdu jólapappírinn og nýttu aftur á næsta ári!

Obb obb obb… Það þekkja svo allir einhvern sem reynir að þreyfa á og komast að því hvað er í pökkunum!

Það er því góð lausn að pakka gjöfum inn í gamla morgunverðakassa.

Takk sömuleiðis á jólakortin

Má ekki bara skrifa takk sömuleiðis og gleðileg jól á jólakortin og endursenda ? … djók…Eða hvað?