Skerðu út þitt eigið grasker


Búúúh! Krónan elskar hrekkjavökuna.

Nú eru verslanir fullar af graskerum. En kannt þú réttu handökin?

Engar áhyggjur! Hér er leiðarvísir að hræææðilegu graskeri!

Það sem þú þarft:

 • Eitt Stórt grasker… (nú eða tvö eða þrjú).
 • Tússpenni
 • Beittur hnífur
 • Ausa
 • Stór skál
 • Viskustykki
 • Kerti
 • Kveikjari

Aðferð:

Gott er að byrja að setja einhverskonar ábreiðu undir því þetta getur orðið sóðalegt.

 • Teiknaðu brooosandi og hræðilegt andlit á graskerið.
 • Teiknaðu stór­an hring í kring­um stilk­inn eða „lokið“.
 • Skerðu lokið af.  
 • Fjar­lægðu fræ­in. Við mælum með að skola þau og rista.
 • Tæmdu graskerið al­menni­lega með stórri ausu.
 • Þurrkaðu graskerið.
 • Settu gumsið í stóra skál.
 • Skerðu út brooosandi og hræðilega andlitið.
 • Kveiktu á kerti og settu í graskerið.
 • Nýttu gómsætu graskersfræin út á salatið!

Og síðast en ekki síst… Gleðilega hrekkjavöku.