Matarbúrið í Lindum og Selfossi


Við viljum efla íslenska matvælaframleiðendur.


Krónan er í samstarf við Samtök smáframleiðenda matvæla og hefur stillt vörum smáframleiðenda sérstaklega fram í verslun Krónunnar í Lindum og á Selfossi.

Við viljum tryggja sýnileika fyrir allar þær frábæru vörur sem íslenskir matvælaframleiðendur eru að þróa, þannig tryggjum við saman fjölbreytni í íslensku vöruúrvali.

Hver smáframleiðandi er með sína vöru í 2 mánuði í senn í búðinni og koma svo nýjar vörur – frá nýjum framleiðendum.

Það er sannkallaður hátíðarbragur yfir Matarbúrinu um þessar mundir og því tilvalið að grípa ætar jólagjafir fyrir ástvini í næstu heimsókn í Lindir.

Gómsætt jólapopp, sterka sósu, gómsæta olíu… Það er svo margt í boði!

Psst… Hér má sjá brot af vöruúrvalinu sem er í nóvember og desember.

Hægt er að kynna sér Samtök smáframleiðenda matvæla inn á heimasíðunni þeirra hér: https://ssfm.is/

Birt: 16. nóvember, 2020