Hvað getum við gert saman?

Við höfum áhuga á að taka þátt í uppbyggingu í samfélaginu og auglýsum eftir styrktarumsóknum.

Jólastyrkur Krónunnar

Í desember ár hvert geta góðgerðarsamtök sem sjá um matarúthlutanir í sínu nærsamfélagi sótt um jólastyrk fyrir matarúttektum í Krónunni og verður það auglýst sérstaklega.
Til 26.nóvember verður hægt að valið hjartað á kassa, sjálfsafgreiðslu og í Snjallverslun Krónunnar. Með því styrkir þú góðgerðasamtök sem sjá um matarúthlutanir fyrir jólin í þínu bæjarfélagi. Hægt er að styrkja fyrir 500 kr. en upphæð rennur beint til þess málefnis sem er í þínu nærumhverfi.

Jólastyrkir 2020

Krónan ❤️ að láta gott af sér leiða og styrkir góðgerðarsamtök sem sjá um matarúthlutanir um rúmlega 6 milljónir fyrir jólin. Félög sem hlutu jólastyrk 2020:

*Mæðrastyrksnefnd Kópavogs
*Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
*Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar
*Hjálpræðisherinn
*Jólasjóður Fjarðarbyggðar
*Hjálparstarf Kirkjunnar
*Selfosskirkja
*Landakirkja í Vestmannaeyjum
*Velferðarsvið Reykjanesbæjar
*Soroptimistafélag Mosfellsbæjar
*Víkurkirkja
*Stórólfshvolskirkja

Samfélagsstyrkur Krónunnar

Árlega veitum við styrki til verkefna í nærumhverfi verslana Krónunnar. Stefna Krónunnar er að styrkja verkefni sem hvetja til hreyfingu og hollustu barna og/eða uppbyggingu í samfélaginu t.d. á sviði menningar og lista eða menntunar.

Styrkjaúthlutanir 2021

Muninn kvikmyndagerð á Akranesi, fyrir Jólagleði í Garðalund.
FVA á Akranesi, fyrir Heilsuviku
Blakdeild KA á Akureyri, fyrir þjálfaranámskeið til að tækla einelti, samskipti, kvíða, ofl. hjá börnum.
KA og KA/Þór á Akureyri, fyrir handknattleiksdeild barna.
Stjarnan í Garðabæ, fyrir handknattleiksdeild barna.
Haukar körfubolti í Hafnarfirði, fyrir körfuboltaþjálfun fatlaðra.
Leiklistafélag Setbergsskóla í Hafnarfirði, fyrir sýningarhald.
Rafíþróttadeild Dímonar á Hvolsvelli, fyrir uppbyggingu á rafíþróttadeild.
Afrekshugur á Hvolsvelli, fyrir afsteypu af styttu Nínu Sæmundsdóttir í miðbæ Hvolsvallar
HK í Hópavogi, fyrir Krónumót yngri flokka í Knattspyrnu.
Frjálsíþróttadeild Aftureldingar í Mosfellsbæ, fyrir kaup á áhöldum og uppbyggingu.
Ólafur Arason á Reyðarfirði, fyrir gróðursetningu á birkiplöntum í reit Skógræktarfélag Reyðarfjarðar.
Hrafnkell Freysgoði á Breiðdalsvík, fyrir sparkvelli.
Heilsueflandi gunnskólar í Reykjanesbæ, fyrir Sterkari út í lífið.
Heiðarskóli í Reykjanesbæ, fyrir uppbyggingu á útikennslusvæði í Gryfjunni.
Fram í Reykjavík, fyrir handknattleiksdeild barna
Listhlaupadeild Fjölnis í Reykjavík, fyrir kaup á búnaði og þjálfaranámskeið
Reiðskólinn á Bjarnastöðum í Ölfussi, fyrir búnaði og uppbyggingu
Dansakademían á Selfossi, fyrir fyrstu nemendasýningu nýs dansskóla
Sundfélag ÍBV í Vestmannaeyjum, fyrir sunddeild barna.
Listasmiðja náttúrunnar í Vestmannaeyjum, fyrir myndlistarnámskeið barna þar sem áhersla er lögð á sköpun samtvinnaða við náttúru og útiveru.
Foreldrafélag leikskólans Bergheima í Þorlákshöfn, fyrir kaup á Bambahúsi til að rækta grænmeti
Ægir í Þorlákshöfn fyrir knattspyrnudeild barna
Björgunarsveitin Víkverji í Vík, fyrir uppbyggingu
Tindur í Reykjavík, Krónu sparkhjólamót barna