Hvað getum við gert saman?

Við höfum áhuga á að taka þátt í uppbyggingu í samfélaginu og auglýsum eftir styrktarumsóknum.

Samfélagsstyrkur Krónunnar

Árlega veitum við styrki til verkefna í nærumhverfi verslana Krónunnar. Stefna Krónunnar er að styrkja verkefni sem hvetja til hreyfingu og hollustu barna og/eða uppbyggingu í samfélaginu t.d. á sviði menningar og lista eða menntunar.

Pssst…hægt er að senda okkur umsókn til og með 29. ágúst 2021.

 • Upplýsingar um hóp/félag

 • Tengiliður umsóknar

 • Hidden
 • Upplýsingar um verkefni

 • Max. file size: 128 MB.
 • Max. file size: 128 MB.
 • Max. file size: 128 MB.
 • Hidden
  Dragðu skrár hingað
  Max. file size: 128 MB.

  Styrkjaúthlutanir 2020

  Verkefnin sem hlutu samfélagsstyrki Krónunnar á styrktarárinu 2020 eru:

  • FRAM í Reykjavík, fyrir knattspyrnudeild barna
  • Stjarnan í Garðabæ, fyrir handknattleiksdeild barna
  • HK í Kópavogi, fyrir Krónumót yngri flokka karla og kvenna í knattspyrnu
  • Íþróttabandalag Akraness, fyrir tæki, tól og orku á Umhverfisdegi Akraness
  • Golfklúbburinn Leynir á Akranesi, fyrir sumarnámskeið barna
  • Brettafélag Hafnarfjarðar, fyrir hjólabretti til láns
  • Foreldrafélag Áslandsskóla í Hafnarfirði, fyrir panna fótboltavelli hjá Áslandsskóla
  • Skeiðvangur á Hvolsvelli, fyrir hestanámskeið fyrir börn
  • Kjötsúpuhátíðin á Hvolsvelli, fyrir aðfangakostnað hátíðarinnar
  • Fræðslunefnd fatlaðra í Hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ, fyrir reiðnámskeið fatlaðra og hreyfihamlaðra
  • Helgafellsskóli í Mosfellsbæ, fyrir skynörvunarherbergi (e. Snoezelen)
  • Afturelding í Mosfellsbæ, fyrir úthlutun endurskinsmerkja til grunnskólanemenda í bænum
  • Skógræktarfélag Reyðarfjarðar, fyrir trjákurli sem nýtist í stígagerð
  • Skemmtifélag Stöðvarfjarðar, fyrir Frisbí golfvelli
  • Soroptimistaklúbbur Keflavíkur, fyrir fyrirlesurum á sjálfstyrkingarnámskeið stúlkna
  • Sundráð ÍRB í Reykjanesbæ, fyrir æfingabúnaði
  • Skautafélag Reykjavíkur fyrir Krónumótið í íshokkídeild barna
  • Körfuknattleiksdeild Hamars, á Selfossi fyrir æfingabúnaði
  • Kerhólsskóli á Selfossi, fyrir námsferðum barna sem efla tengsl nemenda við nærsamfélag sitt
  • ÍBV í Vestmannaeyjum, fyrir handboltanámskeið barna
  • Ægir í Þorlákshöfn, fyrir knattspyrnudeild barna
  • Skógræktarfélag Rangæinga, á Hellu fyrir leiktækjum við göngustíg í Bolholtsskógi
  • Tónsmiðjan á Klaustri, fyrir tómstundaiðkun barna og unglinga
  • Björgunarsveitin Víkverji í Vík, fyrir uppbyggingu

  Jólastyrkur Krónunnar

  Í desember ár hvert geta góðgerðarsamtök sem sjá um matarúthlutanir í sínu nærsamfélagi sótt um jólastyrk fyrir matarúttektum í Krónunni og verður það auglýst sérstaklega. Búið er að úthluta fyrir jólin 2020 en þú getur ennþá lagt þitt af mörkum.
  Til 26.nóvember verður hægt að valið hjartað á kassa, sjálfsafgreiðslu og í Snjallverslun Krónunnar. Með því styrkir þú góðgerðasamtök sem sjá um matarúthlutanir fyrir jólin í þínu bæjarfélagi. Hægt er að styrkja fyrir 500 kr. en upphæð rennur beint til þess málefnis sem er í þínu nærumhverfi.

  Sækja um jólastyrk

  Krónan ❤️ að láta gott af sér leiða og styrkir góðgerðarsamtök sem sjá um matarúthlutanir um rúmlega 6 milljónir fyrir jólin. Félög sem hljóta jólastyrk í ár eru:

  *Mæðrastyrksnefnd Kópavogs
  *Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
  *Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar
  *Hjálpræðisherinn
  *Jólasjóður Fjarðarbyggðar
  *Hjálparstarf Kirkjunnar
  *Selfosskirkja
  *Landakirkja í Vestmannaeyjum
  *Velferðarsvið Reykjanesbæjar
  *Soroptimistafélag Mosfellsbæjar
  *Víkurkirkja
  *Stórólfshvolskirkja

  Við opnum aftur fyrir umsóknir um jólastyrk árið 2021.