Í ALVÖRU!

- Umhverfið

- Lýðheilsa

- Upplýst val

Fyrsta samfélagsskýrsla Krónunnar

Við fögnum þeim áfanga að birta í fyrsta sinn samfélagsskýrslu Krónunnar.  Við viljum hafa áhrif til góðs og sýna samfélagslega ábyrgð í verki – alltaf. Í góðu samstarfi við frábært starfsfólk okkar höfum við sýnt samfélagsábyrgð í verki. Það er því ekki ákveðinn starfsmaður eða deild sem sinnir samfélagslegri ábyrgð fyrir okkar hönd, heldur allt Krónuliðið sem hefur aðkomu, sem skilar sér í fjölmörgum tillögum og aðgerðum á sviði lýðheilsu og umhverfismála. Þar hefur einlægur áhugi starfsmanna og svo samtöl við allt okkar fólk, birgja og viðskiptavini leikið lykilhlutverk. Hér er hægt að lesa samfélagsskýrsluna okkar í heild sinni.  En hér fyrir neðan má sjá stiklað á stóru úr skýrslunni

HVER VORU MARKMIÐIN 2019?

UMHVERFIÐ

LÝÐHEILSA

UPPLÝST VAL

UMHVERFIÐ

LÝÐHEILSA

UPPLÝST VAL

UMHVERFIÐ

LÝÐHEILSA

UPPLÝST VAL

HVER VAR ÁRANGURINN?

icon3

…FYRIR UMHVERFIÐ?

2020
Allar verslanir Krónunnar Svansvottaðar

Allar verslanir Krónunnar Svansvottaðar

Í desember 2020 svansvottuðum við allar verslanir Krónunnar. Svansvottun er opinbert og vel þekkt umhverfismerki á Norðurlöndunum sem er meðal annars með það markmið að lágmarka umhverfisleg áhrif á neyslu og framleiðslu vara.

Kveðjum plastburðarpoka

Kveðjum plastburðarpoka

Í október 2020 hættum við notkun einnota plastburðarpoka en við höfum verið að leggja drög að þessu allt frá því að Alþingi samþykkti frumvarp umhverfisráðherra um plastpoka. Samkvæmt því er verslunum óheimilt að selja plastpoka frá og með 1. janúar 2021. Með þessu erum við að leggja áherslu á notkun fjölnotapokanna.

2019

LÍFRÆN FLOKKUN JÓKST UM 105 TONN…

og við hendum minna.

 

ÞESSI LOKAÐA TÝPA

ÞESSI LOKAÐA TÝPA

Við fjölguðum lokuðum kælum og spörum 25 –  35% af orku.

Er þetta gamla skyrdósin þín?

Er þetta gamla skyrdósin þín?

Plast sem fellur til á Granda fer til sprotafyrirtækisins Plastplan sem vinnur úr því nytjahluti sem aftur eru notaðir í rekstri Krónunnar. Fyrsta varan er þegar komin í verslanir, en það eru kassaskiljur.

SÍÐASTI SÉNS

SÍÐASTI SÉNS

Mikilvægasta verkefnið okkar er að lágmarka alla matarsóun. Við viljum ekki henda neysluhæfum mat og því seljum við vörur sem eru komnar „á síðasta séns“ á lægra verði í „Síðasta séns” prógramminu okkar. Ef varan selst heldur ekki á lægra verði bjóðum við viðskiptavinum okkar hana frítt. Það er svo ekki fyrr en varan er orðin óneysluhæf að hún er flokkuð í lífrænan úrgang

Með þessum aðgerðum dróst matarsóun í verslunum okkar saman um rúmlega helming fyrsta árið. Á síðasta ári minnkaði matarsóun um 48% og 460 þúsund einingar voru seldar með afslætti.

VIÐ SJÁUM UM REST- Í ALVÖRU!

VIÐ SJÁUM UM REST- Í ALVÖRU!

Í janúar 2019 voru tvö fyrstu afpökkunarborðin tekin í notkun í Krónunni, í Lindum og á Granda. Þar geta viðskipta­vinir nú skilið eftir umbúðir og Krónan sér um að flokka þær og skila á rétta staði. Í lok árs 2019 voru þau komin í allar verslanir Krónunnar. Plast sem fellur til á Granda fer til sprotafyrirtækisins Plastplan sem vinnur úr því nytjahluti sem aftur eru notaðir í rekstri Krónunnar.

icon2

…Í LÝÐHEILSU?

2019
Við gáfum 364.800 ávexti

Við gáfum 364.800 ávexti

Árið 2019 gáfum við 364.800 ávexti í gegnum biti fyrir börnin.

Psst…. Einhverjir foreldrar kunna jafnframt að hafa laumast í ávaxtakörfuna enda aldrei gott að versla á tóman maga.

Söluaukning í ávaxta og grænmetisdeild er 66% meiri en í öðrum deildum

Til að leggja enn meiri áherslu á heilsuvörur í verslunum okkar fá nýjar verslanir stærri ávaxta­ og grænmetisdeild. Það hefur fallið vel í kramið og sala á ávöxtum og grænmeti, sem hlutfall af heildarsölu, eykst stöðugt á milli ára. Söluaukning í ávaxta og grænmetisdeild er 66% meiri en í öðrum deildum árið 2019.

Sala á skilgreindum heilsu­vörum hefur aukist um 29% á milli ára.

SNARLAÐ AF HJARTANS LYST

SNARLAÐ AF HJARTANS LYST

Snarlið er eitt af samfélagsverkefnum okkar. Markmiðið með Snarlinu er að auka áhuga barna á hollri matargerð, bæði með matreiðslumyndböndum og ókeypis matreiðslunámskeiðum fyrir börn. Yfir 1.000 börn hafa sótt ýmis Snarl námskeið frá upphafi, flest með Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur. Árið 2019 héldum við grillnámskeið fyrir 180 börn með meistara kokkunum Hinriki Carli Ellertsyni og Fanneyju Dóru Sigurjónsdóttur. Námskeiðin eru þeim að kostnaðarlausu og hafa notið mikilla vinsælda. Á Snarlid.is og á YouTube síðu Snarlsins er að finna fjöldann allan af stuttum matreiðslumynd­böndum fyrir börn, unglinga og alla sem eru að taka sín fyrstu skref í eldhúsinu.

Magn sykurs, mælt í grömmum á lítra, ­11% lægra hjá Krónunni

Magn sykurs, mælt í grömmum á lítra, ­11% lægra hjá Krónunni

Með breyttri uppröðun og breyttum áherslum í verslunum okkar hefur magn sykurs, mælt í grömmum á lítra drykkja, lækkað um 27% á fimm ára tímabili, frá 2015 til og með árinu 2019 hjá einum af birgjum okkar. Á árinu 2019 var magn sykurs, mælt í grömmum á lítra, ­11% lægra hjá Krónunni en meðaltalið á matvörumarkaði

icon

…Í UPPLÝSTU VALI?

2019

MEÐ HOLLUSTUNA Á HEILANUM

Við erum með hollustuna á heilanum og tókum þá ákvörðun að hætta sölu á vörum sem flokkuðust sem „heilsuvörur“ á einangr­uðum stað í verslunum okkar og röðum hollari kostum við hlið annarra sambærilegra vara. Þannig eru lífrænu hafrarnir við hlið hefðbundinna hafra, sykurlausu tómatsósurnar við hlið þeirra með sykri o.s.frv. Ástæðan er einföld – við viljum einfalda líf við­skiptavina okkar og gera þeim kleift að taka upplýsta ákvörðun þegar keypt er í matinn.

KORTER Í 4

KORTER Í 4

Klukkan korter í fjögur hringir síminn og fjölskyldumeðlimur spyr erfiðustu spurningar dagsins: „Hvað er í matinn?“ Til að einfalda líf viðskiptavina okkar og svara þessari spurningu setjum við fram nýja uppskrift alla fimmtudaga sem inniheldur einfaldan fjölskyldu mat. Hráefnin sem þarf í uppskriftina eru öll á einum stað í verslunum okkar svo auðvelt er að grípa með sér allt sem þarf til. Enda vitum við að fátt er jafn dásamlegt og að setjast niður og snæða heimalagaðan mat eftir annasaman dag. Þess vegna leggjum við okkar af mörkum til að auðvelda þetta verkefni og elda einfaldan, heimalagaðan kvöldverð sem allir í fjölskyldunni munu elska

MJÖG MJÖG MERKILEGT

MJÖG MJÖG MERKILEGT

Það getur verið frumskógur að átta sig á því hvort vörur uppfylla kröfur viðskiptavina hverju sinni. Með því að auka mjög við merk­ingar leitast Krónan við að styðja upplýst val.

EINFÖLDUM LÍFIÐ

Sem lið í því að einfalda líf viðskiptavina okkar settum við upp 43 sjálfsafgreiðslukassa á árinu. Þannig geta viðskiptavinir með fáa hluti farið hraðar í gegn. Hefðbundnir kassar eru ávallt opnir og geta viðskiptavinir valið hvort hentar hverju sinni. Við þetta breytist starf starfsmanna og verkefnin verða fjölbreyttari og skemmtilegri auk þess sem mögulegt er að auka þjónustu­gæðin. Í lok árs 2019 voru þá komnir 81 sjálfsafgreiðslukassar í Krónuna.

Sækja samfélagsskýrslu Krónunnar 2019