Samfélagsskýrsla Krónunnar

- Umhverfið

- Lýðheilsa

- Upplýst val
Við fögnum því að gefa út samfélagsskýrslu Krónunnar í annað sinn. Við viljum hafa áhrif til góðs og sýna samfélagslega ábyrgð í verki – alltaf. Í góðu samstarfi við frábært starfsfólk okkar höfum við sýnt samfélagsábyrgð í verki. Það er því ekki ákveðinn starfsmaður eða deild sem sinnir samfélagslegri ábyrgð fyrir okkar hönd, heldur allt Krónuliðið sem hefur aðkomu, sem skilar sér í fjölmörgum tillögum og aðgerðum á sviði lýðheilsu og umhverfismála. Þar hefur einlægur áhugi starfsmanna og svo samtöl við allt okkar fólk, birgja og viðskiptavini leikið lykilhlutverk.
Hér er hægt að lesa samfélagsskýrslu Krónunar 2020 í heild sinni.
Hér fyrir neðan má sjá stiklað á stóru úr skýrslunni.
Pssst… Sjá eldri skýrslu hér:
HVER VORU MARKMIÐIN 2020?
BREYTT KÆLIKERFI
Allar nýjar verslanir sem opnaðar voru á árinu 2020 eru með CO2 vistvæn kælikerfi. Farið var í útskipti að hluta í verslunum í Jafnaseli, Flatahrauni, Selfossi, Mosfellsbæ, Lindum, Bíldshöfða og Granda.
AUKIN LÝÐHEILSA – MEÐ HOLLUSTU Á HEILANUM
Krónan seldi 18% minni sykur á hvern lítra drykkja, frá Coca Cola European Partners, en aðrar matvöruverslanir. Aukning varð í sölu í grænmetis- og ávaxtadeildinni okkar milli ára sem nemur 20%. Við seldum 8 milljónir banana og 300 tonn vínberja.
UPPLÝST VAL – MJÖG MJÖG MERKILEG MERKI!
Allir hilluverðmiðar í Krónuverslunum og Snjallverslun sýna nú ekki aðeins verðið á vörunni heldur líka hvað einkennir hana, t.d. vegan, lífræn, umhverfisvæn, inniheldur ofnæmisvaldandi efni og svo framvegis.
BLESS BLESS PLASTBURÐARPOKAR
Í október hættum við alveg með plastburðarpoka og nú einblínum við á fjölnota poka. Pappapokar eru þó til sölu því það kemur fyrir alla að gleyma pokunum heima. Þrátt fyrir 19% söluaukningu í verslunum okkar varð samdráttur í sölu einnota burðarpoka um 19% á sama tímabili.
ENDURVINNA ALLT PLAST Á ÍSLANDI
Frá lokum árs 2020 hefur allt plast verið endurunnið í samstarfi við Pure North í Hveragerði. Allt plast frá okkur er því endurunnið á Íslandi. Áður flokkuðum við einungis hreint plast en nú flokkum við allt plast, líka óhreina kjötplastið.
SVANSVOTTUN ALLRA VERSLANA KRÓNUNNAR
Í lok árs 2020 náðum við þeim langþráða áfanga að allar verslanir okkar hlutu Svansvottun. Krónan er því fyrsta matvöruverslunarkeðjan á Íslandi með slíka vottun.
FLOKKUNARMARKMIÐIN
Allar verslanir okkar náðu flokkunarmarkmiði ársins og það sem meira er, þá náðu 89% verslana flokkunarmarkmiði ársins 2021, sem er 65% endurvinnsluhlutfall. Flokkari ársins er Krónan á Selfossi sem náði 87%
endurvinnsluhlutfalli.
MARKMIÐ ÁRSINS 2021:
- Fá fleiri birgja í Síðasta séns samstarfið. Draga enn frekar úr matarsóun. Í dag eru 65% matvæla seld, sem annars væri hent.
- Fyrir lok árs verði 71,4% heildarrýma verslana lýst með LED lýsingu og fyrir lok árs 2023 séu 100% heildarrýma LED lýst.
- Bjóða nýjar umbúðalausar vörur á árinu.
- Hætta alveg notkun á frauðplasti í kjötborði fyrir lok árs.
- Halda betur utan um starfsfólk í tengslum við lýðheilsu. Stefnum að því að mæta þeim með sálfræðistyrk, auka samgöngustyrk sem og íþróttastyrkinn.
- Allir kælar í nýrri verslunum Krónunnar eru lokaðir, nema í ávaxta- og grænmetisdeild og í kjötborðinu. Markmið okkar er að loka einnig kælum í öðrum verslunum til að spara orku.
- Draga úr sölu á vatni í plastumbúðum í verslunum okkar með uppsetningu vatnskrana Fyrsti kraninn verður settur upp í verslun Krónunnar á Granda.


- Hefja sjálfbærnimat á birgjum til að meta umhverfisáhrif þeirra. Það er hluti af því að meta umfang 3 í kolefnislosun Krónunnar
- Viðhalda og uppfæra fræðslu í Krónuskólanum í takt við þær breytingar sem eiga sér stað.
- Jafna kynjahlutfall í stjórnendateymi Krónunnar.
- Minnka plast enn frekar í ávaxta- og grænmetisdeild án þess að valda aukinni matarsóun.
- Á árinu 2021 hefjum við undirbúning þess að efla enn frekar miðlun vöruupplýsinga til viðskiptavina: birta m.a. upplýsingar um umbúðir varanna til að einfalda sorpflokkun.
- Auka samtal við viðskiptavini um næstu verkefni í umhverfismálum.
- Svara óskum og eftirspurn um meira úrval á vegan vörum.
ÁRANGURINN HINGAÐ TIL:

…FYRIR UMHVERFIÐ?


…Í LÝÐHEILSU?


…Í UPPLÝSTU VALI?
