Í ALVÖRU!

KRÓNAN – SAMFÉLAGSLEG ÁBYRGÐ 2015-2019

Við gerum okkur grein fyrir að í krafti stærðar okkar getum við haft áhrif til góðs og þess vegna erum við sífellt að leita leiða við að sýna samfélagslega ábyrgð í verki. Umhverfismál, lýðheilsa og upplýst val skipta okkur máli … Í ALVÖRU!

ÞETTA höfum við gert…

2015
Hollustan fær besta plássið

Hollustan fær besta plássið

Árið 2015 tókum við ákvörðun um að setja hollari vörur á sýnilegri staði í verslunum okkar til þess að auðvelda aðgengi að þeim.
Til dæmis röðum við vatni á undan gosi, minni umbúðum fyrir framan stærri og hnetum á undan snakki. Svo er engin tilviljun að ávaxta- og grænmetisdeildin tekur á móti viðskiptavinum okkar.

25 – 50%

MINNI ORKUEYÐSLA

Árið 2015 setti Krónan sér það markmið að velja orkusparandi búnað við byggingu nýrra verslanna og þegar endurnýja á eldri verslanir.

Í umhverfisvænni verslunum Krónunnar er til dæmis notast við lokaða kæla og frysta, CO2 kælikerfi og LED lýsingu í stað flúrlampa.

2016
HVAÐ ER ÞETTA VEGAN?

HVAÐ ER ÞETTA VEGAN?

Árið 2016 byrjuðum við að leggja meiri áherslu á þarfir vegan viðskiptavina og er markmiðið að byggja upp fjölbreyttara vöruúrval fyrir þennan sístækkandi hóp.

EKKERT NAMMI Á KASSA

EKKERT NAMMI Á KASSA

Vorið 2016 tókum við allt nammi af kassasvæðunum okkar og stillum nú í staðinn eingöngu upp vörum sem eru án viðbætts sykurs.

Minnkum matarsóun

Árið 2016 hófst verkefnið „Síðasti séns – minnkum matarsóun“.

Verkefnið er enn í gangi í öllum verslunum og til að mynda tókst okkur að minnka matarsóun um rúmlega helming fyrsta árið.

<span class="or-down">162 tonn

162 tonn

MINNA AF PAPPA – ÁRLEGA

FJÖLNOTA KASSAR Í STAÐ PAPPAKASSA:

Árið 2016 byrjuðum við að nota græna og umhverfisvæna kassa í stað einnota pappakassa.
Grænu kassarnir ferðast til landsins fullir af ferskvöru en eftir notkun í verslunum fara kassarnir tómir og samanbrotnir aftur frá landi.
Svona nýtum við þá aftur og aftur og aftur.
Fróðleikur hér: europoolsystem.com/en

FRÍR BITI FYRIR BÖRNIN

FRÍR BITI FYRIR BÖRNIN

Árið 2016 byrjuðum við að bjóða upp á fría ávexti fyrir yngstu gestina okkar á meðan þeir eldri versla.

92 tonn

MINNA AF PAPPÍR – ÁRLEGA

Í lok árs 2016 hættum við að senda út prentaðan fjölpóst vikulega á öll íslensk heimili.

2017

5%

FÆRRI SKRJÁFPOKAR

Í byrjun árs 2017 vöktum við athygli á áhrifum plasts á umhverfið og jukum úrvalið á fjölnota burðarpokum.

Skilaboðin á borð við „Þarftu poka?“ í grænmetis- og ávaxtadeildum Krónunnar höfðu áhrif.

Sjá meira: ialvoru.is

3,28%

MINNI ÚRGANGUR FRÁ VERSLUNUNUM


Mælingar frá 2016-2018:

Almennt sorp – urðun

18,78%

Lífrænn úrgangur

32,08%

ENGIN BÚRHÆNUEGG TIL SÖLU Í KRÓNUNNI

Sumarið 2017 hættum við að selja búrhænuegg.

2018

60.000

FRAUÐPLASTBOLLAR ÚR UMFERÐ ÁRLEGA

Haustið 2018 hættum við að bjóða upp á einnota frauðplastbolla á kaffistofum starfsfólks í verslunum og á skrifstofu Krónunnar.

Bland í poka

Bland í poka

Veturinn 2018 fjarlægðum við alla nammibari úr verslunum okkar og nú er eingöngu hægt að fá bland í poka í ávaxtadeildinni okkar.

<span class="or-down">500.000

500.000

PLASTBAKKAR ÚR UMFERÐ

Veturinn 2018 færðum við allt hakk og hamborgara Krónunnar yfir í umhverfisvænni umbúðir úr pappa og endurvinnanlegu plasti í stað frauðplasts. Þannig höfum við tekið mikilvæg fyrstu skref við að minnka óumhverfisvænt plast.

2019

Afpökkunarborð

Í janúar 2019 opnuðum við fyrstu tvö afpökkunarborð Krónunnar í Lindum og á Granda. Þar býðst viðskiptavinum tækifæri til að losa sig við óþarfa plast- og pappaumbúðir. Krónan sér um að koma umbúðunum áfram í endurvinnsluna.

Afpökkunarborðin fengu frábærar mótökur og við fjölguðum þeim í 11 í mars 2019.

Í ALVÖRU! TAKK!

Í ALVÖRU! TAKK!

Í lok apríl 2019 var okkur veittur Kuðungurinn, sem er viðurkenning á framlagi fyrirtækja og stofnana til umhverfismála sem er veitt árlega af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Samstarf við Plastplan

Júní 2019 – Krónan hóf samstarf við fyrirtækið Plastplan sem miðar að því að endurvinna allt plast sem fellur til í verslun Krónunnar Granda, m.a. úr afpökkunarborði þar og gefa því framhaldslíf.

Engir smápokar úr plasti í grænmetisdeildum

Í byrjun júní 2019 tókum úr umferð alla smápoka sem hingað til hafa fengist gefins við kassa og í grænmetisdeildum og ganga undir ýmsum nöfnum svo sem hnútapokar, nískupokar eða skrjáfpokar.

hringrás plasts ⟳

Ágúst 2019 –  Krónan í stamstarfi við Plastplan hófu að endurvinna plast úr afpökkunarborðum á Granda. Plastplan vinnur úr plastinu nytjahluti sem Krónan notar svo aftur í rekstri sínum. Með þessu verður til hringrás plasts. Plastplan hefur yfirlýsta stefnu að vinna einungis með fyrirtækjum sem eru leiðandi í samfélags- og umhverfismálum

Framtak ársins á Umhverfisdegi atvinnulífsins 2019

TAKK! Krónan fékk verðlaunin framtak ársins á Umhverfisdegi atvinnulífsins í október 2019.

NÆSTU SKREF:

UMHVERFISVÆNNI UMBÚÐIR OG PLAST MINNI VERSLANIR

Afpökkunarborð og flokkunartunnur í allar búðir

Út með óumhverfisvæna plastpoka:

Bréfburðarpokar – Janúar
Bréfpokar fyrir „bland í poka“ ávexti – Febrúar
Sykurreyrspokar – burðarpokar – Maí
Skrjáfpokar úr sykurreyr – Mars

Út með óumhverfisvænar plastvörur:

Hnífapör
Sogrör
Plastdiskar
Plastglös
Eyrnapinnar

Umhverfisvænar umbúðir fyrir kjöt

Næsta skref er að finna vélar sem við getum notað fyrir það kjöt sem er verið að pakka í verslunum.

Þarf íslenskt grænmeti að vera í plasti?

Opnað á samtal við íslenska garðyrkjubændur að minnka umbúðir í plasti.

Bændamarkaður 2019 nánast plastlaus og kolefnisjafnaður.

Finna leiðir í samvinnu við garðyrkjubændur til að minnka plastumbúðir.

Hvað eigum við að gera næst?

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.