Í ALVÖRU!
KRÓNAN – SAMFÉLAGSLEG ÁBYRGÐ 2015-2020
Við gerum okkur grein fyrir að í krafti stærðar okkar getum við haft áhrif til góðs og þess vegna erum við sífellt að leita leiða við að sýna samfélagslega ábyrgð í verki. Umhverfismál, lýðheilsa og upplýst val skipta okkur máli … Í ALVÖRU!
ÞETTA höfum við gert…

Endurnýtanlegur verðlaunapeningur
Í febrúar 2021 lauk Plastplan framleiðslu á yfir 3000 verðlaunapeningum úr endurnýtanlegum hráefnum sem gleðja litla knattspyrnusnillinga á Krónumóti HK. Við höfum verið í samstarfi við vini okkar úr Plastplan síðan 2019 en þeir endurvinna plast sem fellur til í verslun Krónunnar m.a. úr afpökkunarborði og gefa því gleðilegt framhaldslíf.


Kveðjum plastburðarpoka
Í október 2020 hættum við notkun einnota plastburðarpoka en við höfum verið að leggja drög að þessu allt frá því að Alþingi samþykkti frumvarp umhverfisráðherra um plastpoka. Samkvæmt því er verslunum óheimilt að selja plastpoka frá og með 1. janúar 2021. Með þessu erum við að leggja áherslu á notkun fjölnotapokanna.

Endurvinnum ♻ allt plast úr rekstri okkar á Íslandi
í febrúar 2020 hófum við samstarf við Pure North til að tryggja að allt það plast sem fellur til í rekstri fyrirtækisins verði endurunnið. Tilgangur samstarfsins er að enduvinna plast á sem umhverfisvænastan hátt í samræmi við átaksverkefnið Þjóðþrif.

Fyrstu íslensku svansvottuðu verslanirnar
Nóvember 2019 – Krónan í Garðabæ og Árbæ eru fyrstu íslensku svansvottuðu verslanirnar.
Vottunin setur meðal annars viðmið í vöruúrvali lífrænna og umhverfisvottaðra vara, lágmörkun á orkunotkun, flokkun á sorpi, lágmörkun matarsóunar og umhverfisvænni rekstrarvöru.

Framtak ársins á Umhverfisdegi atvinnulífsins 2019
TAKK! Krónan fékk verðlaunin framtak ársins á Umhverfisdegi atvinnulífsins í október 2019.

hringrás plasts ⟳
Ágúst 2019 – Krónan í stamstarfi við Plastplan hófu að endurvinna plast úr afpökkunarborðum á Granda. Plastplan vinnur úr plastinu nytjahluti sem Krónan notar svo aftur í rekstri sínum. Með þessu verður til hringrás plasts. Plastplan hefur yfirlýsta stefnu að vinna einungis með fyrirtækjum sem eru leiðandi í samfélags- og umhverfismálum

Engir smápokar úr plasti í grænmetisdeildum
Í byrjun júní 2019 tókum úr umferð alla smápoka sem hingað til hafa fengist gefins við kassa og í grænmetisdeildum og ganga undir ýmsum nöfnum svo sem hnútapokar, nískupokar eða skrjáfpokar.

Samstarf við Plastplan
Júní 2019 – Krónan hóf samstarf við fyrirtækið Plastplan sem miðar að því að endurvinna allt plast sem fellur til í verslun Krónunnar Granda, m.a. úr afpökkunarborði þar og gefa því framhaldslíf.


Allir plastpokar í Krónunni unnir úr sykurreyr
Í lok mars 2019 var öllum plastburðarpokum í Krónunni skipt út fyrir poka úr sykurreyr.
Við ræktun á sykurreyr til framleiðslu á plasti bindir sykurreyr koltvísýring sem hjálpar til við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þess vegna kallast plast úr sykurreyr grænt pólýetýlen(e. Green PE). Hráefnið er 100% endurvinnanlegt.

Afpökkunarborð
Í janúar 2019 opnuðum við fyrstu tvö afpökkunarborð Krónunnar í Lindum og á Granda. Þar býðst viðskiptavinum tækifæri til að losa sig við óþarfa plast- og pappaumbúðir. Krónan sér um að koma umbúðunum áfram í endurvinnsluna.
Afpökkunarborðin fengu frábærar móttökur og haustið 2019 voru allar verslanir Krónunnar komnar með afpökkunarborð.



60.000
FRAUÐPLASTBOLLAR ÚR UMFERÐ ÁRLEGA
Haustið 2018 hættum við að bjóða upp á einnota frauðplastbolla á kaffistofum starfsfólks í verslunum og á skrifstofu Krónunnar.

ENGIN BÚRHÆNUEGG TIL SÖLU Í KRÓNUNNI
Sumarið 2017 hættum við að selja búrhænuegg.

3,28%
MINNI ÚRGANGUR FRÁ VERSLUNUNUM
Mælingar frá 2016-2018:
Almennt sorp – urðun
18,78%
Lífrænn úrgangur
32,08%

5%
FÆRRI SKRJÁFPOKAR
Í byrjun árs 2017 vöktum við athygli á áhrifum plasts á umhverfið og jukum úrvalið á fjölnota burðarpokum.
Skilaboðin á borð við „Þarftu poka?“ í grænmetis- og ávaxtadeildum Krónunnar höfðu áhrif.
Sjá meira: ialvoru.is

92 tonn
MINNA AF PAPPÍR – ÁRLEGA
Í lok árs 2016 hættum við að senda út prentaðan fjölpóst vikulega á öll íslensk heimili.


162 tonn
MINNA AF PAPPA – ÁRLEGA
FJÖLNOTA KASSAR Í STAÐ PAPPAKASSA:
Árið 2016 byrjuðum við að nota græna og umhverfisvæna kassa í stað einnota pappakassa.
Grænu kassarnir ferðast til landsins fullir af ferskvöru en eftir notkun í verslunum fara kassarnir tómir og samanbrotnir aftur frá landi.
Svona nýtum við þá aftur og aftur og aftur.
Fróðleikur hér: europoolsystem.com/en

Minnkum matarsóun
Árið 2016 hófst verkefnið „Síðasti séns – minnkum matarsóun“.
Verkefnið er enn í gangi í öllum verslunum og til að mynda tókst okkur að minnka matarsóun um rúmlega helming fyrsta árið.



25 – 50%
MINNI ORKUEYÐSLA
Árið 2015 setti Krónan sér það markmið að velja orkusparandi búnað við byggingu nýrra verslanna og þegar endurnýja á eldri verslanir.
Í umhverfisvænni verslunum Krónunnar er til dæmis notast við lokaða kæla og frysta, CO2 kælikerfi og LED lýsingu í stað flúrlampa.

Hollustan fær besta plássið
Árið 2015 tókum við ákvörðun um að setja hollari vörur á sýnilegri staði í verslunum okkar til þess að auðvelda aðgengi að þeim.
Til dæmis röðum við vatni á undan gosi, minni umbúðum fyrir framan stærri og hnetum á undan snakki. Svo er engin tilviljun að ávaxta- og grænmetisdeildin tekur á móti viðskiptavinum okkar.
NÆSTU SKREF:
UMHVERFISVÆNNI UMBÚÐIR OG PLAST MINNI VERSLANIR
Afpökkunarborð og flokkunartunnur í allar búðir
Út með óumhverfisvæna plastpoka:
Bréfburðarpokar – Janúar
Bréfpokar fyrir „bland í poka“ ávexti – Febrúar
Sykurreyrspokar – burðarpokar – Maí
Skrjáfpokar úr sykurreyr – Mars
Út með óumhverfisvænar plastvörur:
Hnífapör
Sogrör
Plastdiskar
Plastglös
Eyrnapinnar
Umhverfisvænar umbúðir fyrir kjöt
Næsta skref er að finna vélar sem við getum notað fyrir það kjöt sem er verið að pakka í verslunum.
Þarf íslenskt grænmeti að vera í plasti?
Opnað á samtal við íslenska garðyrkjubændur að minnka umbúðir í plasti.
Bændamarkaður 2019 nánast plastlaus og kolefnisjafnaður.
Finna leiðir í samvinnu við garðyrkjubændur til að minnka plastumbúðir.
Hvað eigum við að gera næst?
