Samfélagsleg ábyrgð í verki
Krónan er stór þáttur í samfélaginu. Við gerum okkur grein fyrir að í krafti stærðar okkar getum við haft áhrif til góðs og þess vegna erum við sífellt að leita leiða við að sýna samfélagslega ábyrgð í verki. Á hverju ári veitum við styrki til góðgerðamála og gerum okkar besta til þess að efla heilsu og hreysti unga fólksins. Við reynum líka að draga úr umhverfisáhrifum, bjóða upp á heilsusamari valkosti og efla lýðheilsu, í samstarfi við viðskiptavini okkar. Þannig leggjum við okkar lóð á vogaskálarnar í baráttunni um betri heim.

Í alvöru!
Við leggjum áherslu á að minnka matarsóun, draga úr umbúðum og óþarfa pappír, gefa hollustunni besta plássið og auka úrvalið af grænkeravörum og annarri matvöru sem hefur minni áhrif á umhverfi og náttúru en aðrir valkostir.
Umhverfismál, lýðheilsa og upplýst val skipta okkur máli …Í ALVÖRU!
Krónan fyrir krúttin!
Okkur þykir mjög vænt um framtíðarkynslóðirnar og viljum að börn alist upp við aðgengi að hreyfingu og hollri matvöru. Við gerum ýmislegt, stórt og smátt, til að styðja við hreysti og heilbrigði unga fólksins: Allt frá því að bjóða upp á ókeypis ávexti fyrir börnin til að jappla á í búðarferðinni til Krónumótanna.

Krónumót HK
Krónumót HK eru haldin á haustin þar sem 1.500 litlir knattspyrnusnillingar tætast um á takkaskónum

Krónumót Tinds
Krónumót Tinds eru haldin á vorin, þar koma saman litlir hjólagarpar og hjóla um Öskjuhlíðina á sínu fyrsta hjólamóti.

Snarlið
Við bjóðum líka upp á matreiðslunámskeiðið Snarlið. Ebba Guðný hefur kennt yfir 800 krökkum á aldrinum 10-15 ára að elda hollan og góðan mat. Einnig hafa verið haldin grillnámskeið Snarlsins með Hinriki Carli Ellertsyni og Fanneyju Dóru Sigurjónsdóttur meistarakokkum.
Á Snarlið.is og á YouTube rás Snarlsins má finna fjöldann allan af matreiðslumyndböndum.
Krónur fyrir þau sem þurfa þær mest
Allur ágóði seldra innkaupapoka í verslunum Krónunnar rennur í styrktarsjóðinn Krónan og samfélagið. Krónan veitir um hver jól styrki til góðgerðasamtaka sem sjá um matarúthlutanir fyrir hátíðirnar. Viðskiptavinir Krónunnar fá einnig að hafa áhrif á það á Facebook-síðu Krónunar hvaða málefni hljóta sérstakan jólastyrk, en ýmis félagasamtök og stofnanir fá stuðning að frumkvæði fylgjenda okkar á samfélagsmiðlum. Þá veitir Krónan einnig styrki á hverju ári til verkefna sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna og/eða hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu samfélagsins í nærsamfélögum Krónunnar.
Samfélagsstyrkir
Við styrkjum á hverju ári verkefni sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna og/eða uppbyggingar í nærsamfélaginu.
Jólastyrkir
Við veitum um hver jól styrki til góðgerðasamtaka sem sjá um matarúthlutanir fyrir hátíðirnar. Viðskiptavinir Krónunnar fá einnig að hafa áhrif á það.