Plastburðarpokar úr sykurreyr

 

Grænn plastpoki unnin úr sykurreyr skilur eftir sig færri sótspor og er 100% endurvinnanlegur.

Frá plöntu til endurvinnslu…

Spurt og svarað um sykurreyr

Af hverju plastpokar úr sykurreyr?

Við ræktun á sykurreyr til framleiðslu á plasti bindir sykurreyr koltvísýring sem hjálpar til við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þess vegna kallast plast úr sykurreyr grænt pólýetýlen(e. Green PE) Hráefnið er 100% endurvinnanlegt. Grænt plast er gætt sömu eiginleikum og hefðbundið plast(PE) sem unnið er úr jarðefnaeldsneyti.  Það þýðir að hægt er að nota sömu vélar og tæki við framleiðslu á pokunum og til að endurvinna þá.

Plastið brotnar ekki niður eins og niðurbrjótanlegir pokar (t.d. maíspokar) og heldur því styrkleika sínum út ævina. Því þarf ekki að hafa áhyggjur af því að pokarnir rifni og ekki þarf að huga að líftíma pokanna frá pöntun til notkunar. Þú getur líka notað þá aftur þó þeir séu geymdir niðrí skúffu í einhvern tíma og notað í ruslið án þess að þeir byrji að brotna niður og rifni svo þegar ruslapokinn er tekinn upp úr.

Er plast úr sykurreyr endurvinnanlegt?

Já, plast úr sykurreyr er 100% endurvinnanlegt og flokkast sem plast.

Hvernig á ég að flokka poka úr sykurreyr?

Pokarnir eru 100% endurvinnanlegir og skal flokka og endurvinna á sama hátt og „hefðbundið“ PE plast úr jarðefnaeldsneyti.

Hvaðan kemur sykurreyrinn?

Sykurreyrinn í pokunum okkar er framleiddur í Brasilíu um 2000 km sunnan við Amason skógana.

Þar er rigningarvatn nánast eingöngu notað til vökvunar.  Hliðarafurð úr sykurreyrsvinnslunni er notuð sem áburður við ræktun og því um sjálfbæra framleiðslu að ræða.

Hvað þýðir I‘m Green merkingin?

I‘m Greentm merkingin merkir að plastið er unnið úr endurnýtanlegum hráefnum, það er etanól úr Brasilískum sykurreyr.  I‘m Greentm plast hefur sömu eiginleika og plast unnið úr jarðefnaeldsneyti sem skilar sér í því að hægt að nýta sömu framleiðslutækin og notuð eru við framleiðslu plasthluta úr hefðbundnu plasti og því þarf ekki að endurnýja þau með tilheyrandi kostnaði og förgun gamalla tækja og framleiðslu nýrra

Er hægt að greina mun á plasti unnu úr jarðefnaeldsneyti og plasti unnu úr sykurreyr?

Plast unnið úr sykurreyr hefur sömu eðliseiginleika og plast unnið úr jarðefnaeldsneyti. Það er því ómögulegt að greina muninn á milli þeirra með sjónræni greiningu, þar sem litur, áferð og útliti er það sama. Eina leiðin til að greina muninn er með geislakolsaðferðinni. Hún staðfestir að endurnýjanlegt hráefni hafi verið notað til framleiðslu á plastinu, þar sem grænt pólýetýlen sýnir yngri kolefnisatóm í samsetningu þess.

Aðrar pokalausnir…