Þessi merkilegu merki hjálpa þér við innkaupin!

Ódýrt alla daga!

Þessi gula króna sparar þér aurinn! Ef vara er merkt ódýr þá þýðir það að þetta sé ódýrasta varan í þessum vöruflokki OG að hún sé á sambærilegu verði og í næstu lágvöruverslun.  Þá getur þú tekið upplýsta ákvörðun um hvort þú vilt gera þessi góðu kaup, eða splæsa í eitthvað aðeins dýrara, svona í tilefni dagsins.

Góður díll!

Þessi krónugula talbóla hrópar á þig til að vekja athygli þína á því að þessi vara sé á tilboðsverði, eða þá að þessi vara sé óvenjulega ódýr miðað við sambærilegar vörur á markaðnum. Gríptu hana núna! Það er ekkert víst að þú gerir svona góðan díl í næstu innkaupaferð!

Nýtt af nálinni!

Við pössum upp á að spennandi nýjungar fari ekki framhjá þér með því að merkja þær vörur með blárri talböðru sem boðar að hér sé eitthvað glænýtt og spennandi! Vörur eru merktar með Nýtt-bólunni fyrstu þrjá mánuðina sem þær eru í sölu.

Ástríða fyrir árstíðum!

Ef þig langar að vita hvenær appelsínurnar eru safaríkastar eða hvenær er best að kaupa ferskan aspas er gott að fylgjast með þessu merki. Merkið segir þér hvaða ávextir eru í uppskeru og því bestir núna miðað við árstíma.

Krónan mælir með

Hér er vara sem þú mátt ekki missa af! Þetta er vara sem starfsfólkið okkar hefur kolfallið fyrir og vill vekja athygli á. Hún gæti verið extra bragðgóð, algjör lúxus eða mjög vinsæl hjá viðskiptavinum og okkar fólki.

Við eeelskum virka samkeppni!

Á hverjum degi – allan ársins hring keppumst við, starfsfólk Krónunnar, við að koma réttu vöruúrvali til þín á eins ódýran hátt og mögulegt er.

Upplýsandi merki

Vegan í Krónunni

Vegan!

Vegan eru vörur sem eru án dýraafurða.

Lífrænt vottað

Ræktunaraðferðir sem viðhalda hringrás og varðveislu næringarefna. Sjúkdómum og meindýrum er haldið niðri með fyrirbyggjandi aðgerðum, fjölbreytni í ræktun og frjósömum jarðvegi. Sláturdýr fá að njóta útiveru og möguleika á að sinna eðlislægum þörfum.

umhverfisvottad

Betri fyrir umhverfið

Þetta merki notum við til að benda á að varan er með umhverfisvottun frá óháðum aðila. t.d. Svansmerkið, Evrópublómið eða Blái engillinn.

Án glútens

Glúten er prótín í ákveðnum korntegundum eins og hveiti, byggi, rúgi, spelti sem sumir þola illa eða alls ekki.

Án viðbætts sykurs

Í vörur með þessa merkingu er enginn viðbættur sykur settur í vöruna.

Án mjólkursykur

Sumir eiga erfitt með að brjóta niður mjólkursykur (laktósa).

Í laktósafríum mjólkurvörum er búið að kljúfa mjólkursykurinn.