Við eeelskum mat! En ekki matarsóun

Matarsóun er eitt mest aðkallandi vandamál heimsins um þessar mundir og við viljum leggja hönd á plóg.  Þess vegna hendum við ekki vörum í skemmdum umbúðum eða sem hafa best-fyrir að baki.  Ef við metum það sem svo að vörurnar séu öruggar til neyslu bjóðum við þér að kaupa þær á ríflegum afslætti.  Gott fyrir veskið, geggjað fyrir umhverfið!

Gott fyrir veskið, geggjað fyrir umhverfið!

Minni matarsóun í öllum verslunum

Þú finnur vörur á Síðasta séns í öllum verslunum okkar. Athugaðu þó að vöruúrval er mismunandi eftir verslunum og dögum.

Hvað er Síðasti séns?

Síðasti séns er verkefni sem miðar að því að draga úr matarsóun.

Við bjóðum vörur á lækkuðu verði í verslunum okkar:

  • ef vörur eiga eftir stuttan líftíma
  • ef umbúðir vara eru skemmdar
  • ef vörur eru að hætta í úrvali
  • ef vörur eru komnar yfir síðasta söludag en eru nýtanlegar

Þannig færð þú vörur á góðu verði og við hendum minna.

Hversu mikill er afslátturinn?

Afslátturinn er breytilegur frá 25% upp í 75%. Einnig seljum við ávexti og grænmeti sem er orðið þreytt, í magni á 99kr. eða 199kr.