Heilsusamlegur matur á heillandi verði!

Heilsuvörur þurfa ekki að kosta heilan handlegg. Það er okkur öllum í hag að íslenskir neytendur hafi aðgengi að næringarríkum og heilsusamlegum vörum á hagstæðu verði. Þess vegna leggjum við okkur fram um að hvetja fólk til að stunda heilsusamlegan lífstíl. Það gerum við meðal annars með því að…

…hafa ekki nammi við kassana.
…bjóða þér að fylla poka með 5 ávöxtum á afslætti.
…hanna verslanirnar okkar þannig að ávextir og grænmeti taki á móti þér um leið og þú gengur inn í búðina.

Vegan í Krónunni

Grænkerar velkomnir – fullt af frífæði í boði

Það er bannað að skilja útundan!  Allir eiga rétt á að gæða sér á ljúffengum mat, þrátt fyrir ofnæmi eða sérþarfir.  Við bjóðum upp á frábært úrval sérfæðis sem hentar grænkerum, grænmetisætum og fólki með aðrar sérþarfir í mat.

Meira...

Við erum stolt af vegan vöruúrvalinu okkar, þar sem gæði og bragð fara saman. Auk grænmetis- og ávaxtaúrvalsins okkar bjóðum við upp á ýmsar staðgengilsvörur, vegan osta, sojakjöt og tilbúna grænmetisrétti. Fyrir ofnæmispésa er líka ýmislegt í boði, alls konar frífæði (e. free-from), glútenfríar vörur, hveitilausar vörur og valkosti fyrir fólk með mjólkuróþol og önnur ofnæmi

400x400 icon7

Biti fyrir börnin – Komdu með krúttið í Krónuna!

Það er glatað að versla í matinn með úrill og svöng börn í eftirdragi.  Þess vegna fá öll börn ávöxt til að jappla á meðan foreldrið skoðar vöruúrvalið okkar.  Góð næring og glatt barn. Hversu meira er hægt að óska sér?

bland i poka

Hollt bland í poka

Eina “bland í poka” sem þú finnur í Krónunni er að finna í ávaxtadeildinni. Þar bjóðum við þér að fylla poka með 5 ávöxtum á afslætti.

Ferskleikinn í fyrirrúmi

Þrátt fyrir lágt vöruverð gefum við engan afslátt af ferskleikanum. Grænmetisdeildin býður upp á næringarríkar og ferskar vörur frá íslenskum grænmetisbændum og kjötdeildin okkar skartar ferskum úrvalsvörum. Á hverjum degi fyllum við hillurnar með nýju brauði og kökum, enda vitum við að það er ekkert sem ilmar jafn vel og nýbakað brauð.

200x200 icon3

Ilmandi epli og bragðgóð basilíka

Gómsætt grænmeti, ævintýralegir ávextir og kræsilegar kryddjurtir sem geta lyft máltíðinni í hæstu hæðir, – þetta er það sem tekur á móti þér þegar þú gengur inn í eina af verslununum okkar.  Við vekjum athygli á hvaða græntmetisuppskera er ferskust hverju sinni, með hag umhverfisins og ferskleika að leiðarljósi.

400x400 icon4

Lífið er stutt, leyfðu þér köku!

Gæddu þér á nýbökuðu rúnstykki eða ilmandi baguette-brauði úr brauðhillunum okkar.  Eða skelltu þér á súkkulaðisnúð ef þú ert í sætindastuði. Krónan er eins og bakarí, bara billegri! Við fyllum á brauðkörfurnar og sætabrauðskassana á hverjum degi svo brauðmetið sé mjúkt og ilmandi.

200x200 settumigikassann

Fannstu gallagrip?

Ef þú rekur augun í grænmeti, ávöxt eða aðra vöru sem þér finnst ekki standast kröfur þínar sem neytanda værum við þakklát ef þú myndi koma henni fyrir í þartilgerð ílát. Við viljum að allt okkar vöruframboð sé gott og ferskt en auðvitað slæðast alltaf skemmd epli inn á milli.

200x200 sidastisens2

Síðasti séns!

Matarsóun er eitt mest aðkallandi vandamál heimsins um þessar mundir og við viljum leggja hönd á plóg.  Þess vegna hendum við ekki vörum í skemmdum umbúðum eða sem hafa best-fyrir að baki.  Ef við metum það sem svo að vörurnar séu öruggar til neyslu bjóðum við þér að kaupa þær á ríflegum afslætti.  Gott fyrir veskið, geggjað fyrir umhverfið!

Nánar

Gerðu hversdaginn að veislustund

Hversdagslegur matur þarf ekki að vera leiðinlegur.  Við viljum aðstoða þig í að gera matardiskinn þinn litríkan og sneisafullan af hollustu og hamingju.  Það má sko lyfta sér upp á hverju kvöldi!

Korter í 4

Fátt er jafndásamlegt og setjast niður og snæða heimalagaðan mat eftir annasaman dag. Það er hinsvegar meira en segja það að kaupa inn og elda mat, samhliða því að passa að börnin læri heima og komist á dansæfingu og allt hitt sem fyllir upp í eftirmiðdegi hins vinnandi nútíma-Íslendings. Svo ekki sé minnst á hversu auðvelt er að týnast í iðrum internetsins sem hýsir þúsundir misgómsætra uppskrifta.  Þess vegna gerum við okkar til að auðvelda þér þetta verkefni og stillum saman öllum vörunum sem þú þarft til að elda heimalagaðan kvöldverð sem allir í fjölskyldunni munu elska!

#KomduÍKrónuna

Hver hefur ekki setið á veitingastað, jafnvel í útlöndum, og fengið eitthvað að borða sem lúkkaði vel og lét bragðlaukana taka flikkflakk?  Og bölvað í hljóði yfir að geta ómögulega endurskapað þetta heima, því hvar fær maður eiginlega æt blóm og kengúrukjöt? Taktu mynd, taggaðu #KomduíKrónuna og hver veit nema að innkaupadeildin heillist með þér!