8 miljónir! Þið svöruðuð. Við gáfum


kronan_elskar_mat_1500x812Styrktarsjóður Krónunnar úthlutar 8 milljónum króna

Styrktarsjóður Krónunnar mun úthluta átta milljónum króna til góðgerðarmála nú fyrir jólin.

Það voru viðskiptavinir Krónunnar sem komu að ákvörðun um hvaða samtök eða stofnanir Styrktarsjóður Krónunnar skyldi styrkja að þessu sinni.

Viðskiptavinirnir voru spurðir í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook hvaða góðgerðarsamtök væru þeim mikilvæg. Farið var yfir svörin og í kjölfarið var ákveðið styrkja eftirfararandi samtök: Umhyggju, félag langveikra barna, Einstök börn, stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða skerðingar, BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og Reykjadal, sumar- og helgardvalarstað fyrir fötluð börn og ungmenni. Smelltu hér til að skoða upprunalegu færsluna.

Þá fá Mæðrastyrksnefndir Kópavogs, Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Akraness, Fjölskylduhjálp og Hjálpræðisherinn, Jólasjóður Fjarðarbyggðar, Fjölskylduhjálp, Hjálparstarf Kirkjunnar,  Kirkjan í Vestmannaeyjum og Selfossi og Fjölskylduhjálp Reykjanesbæ einnig styrk frá Styrktarsjóði Krónunnar í formi gjafabréfa í Krónunni.

 Styrktarsjóður Krónunnar veitir myndarleg framlög í desember á hverju ári. Þetta er þó í fyrsta sinn sem viðskiptavinir hafa áhrif á hvaða samtök verða fyrir valinu. Spurningin  „Hvaða góðgerðarsamtök myndir þú vilja sjá Krónuna styrkja“ náði til um 35.000 manns og skrifuðu um 350 manns hvaða góðgerðarsamtök stæðu þeim nærri.

Krónan vill með þessum hætti að efla samtalið við viðskiptavini sína en áberandi margir bentu á góðgerðarfélög sem tengdust börnum og samrýmist það á mikilvægan hátt gildum Krónunnar að styðja við verkefni tengd börnum, m.a. í gegnum hollustu og hreyfingu. Þá leggur Krónan mikla áherslu á að styrkja og styðja við góðgerðarfélög í nærumhverfi verslana Krónunnar og því urðu mæðrastyrksnefndir, fjölskylduhjálp og kirkjur víða um land fyrir valinu.

Birt: 6. desember, 2016