Matarbúrið í Flatahrauni og Mosfellsbæ


Við viljum efla íslenska matvælaframleiðendur.

Krónan er í samstarfi við Samtök smáframleiðenda matvæla og hefur stillt vörum smáframleiðenda sérstaklega fram í verslunum, Matarbúrið flakkar á milli verslanna og er nú í Flatahrauni og Mosfellsbæ.

Við viljum tryggja sýnileika fyrir allar þær frábæru vörur sem íslenskir matvælaframleiðendur eru að þróa, þannig tryggjum við saman fjölbreytni í íslensku vöruúrvali.

Hver smáframleiðandi er með sína vöru í 2 mánuði í senn í búðinni og koma svo nýjar vörur – frá nýjum framleiðendum.

Pssst… Hægt er að kynna sér Samtök smáframleiðenda matvæla inn á heimasíðunni þeirra hér: https://ssfm.is/
Mmmm… Hnossgæti!
Gómsætar og fjölbreyttar vörur
Matabúrið í Mosfellsbæ

Birt: 22. febrúar, 2021