Krónan veitir 27 aðilum samfélagsstyrk


Árlega veitir Krónan sex milljónir króna í samfélagsstyrki til verkefna sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna og verkefna sem hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu í samfélaginu.

Nýverið fengu 27 samtök úthlutað fyrir styrktarárið 2018-2019, en alls bárust 170 umsóknir. Einn stærsti styrkþeginn í ár var HK sem hélt Krónumót fyrir drengi og stúlkur í 6.,7. og 8. flokki í október og nóvember á þessu ári. Þátttakendur á mótunum voru um 1500 samtals og þótti mótið rammaði vel inn áherslur og markmið Krónunnar hvað varðar hollustu og stuðning við hreyfingu. Krónan lagði sérstaka áherslu á að bjóða þátttakendum mótsins upp á ávexti að mótinu loknu eins og gert er í verslunum Krónunnar, börnum að kostnaðarlausu.

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar:

„Það var sönn ánægja að styrkja öll þessi góðu samtök og félög í ár og fór fjöldi umsókna fram úr björtustu vonum.  Það verður alltaf meiri og meiri áskorun að velja úr hópi umsækjenda ár hvert og var valið því afar erfitt í ár. Það er ljóst að það er mikill metnaður fyrir því að bæta heilsu og hreyfingu barna í samfélaginu öllu, sem og þeirra sem vilja hafa jákvæð áhrif hvað þessi mál varðar. Það er mikið gleðiefni og erum við stolt að geta verið þátttakandi í þessari þróun.“

Aðrir styrkþegar í ár voru:

Félagsmiðstöðin Zveskjan á Reyðarfirði fyrir ungmennahátíðina Kuldabola.
Skemmtifélag Stöðvarfjarðar í söfnun fyrir ærslabelg.
Körfuknattleiksdeild Fjarðarbyggðar fyrir barnastarf í körfuknattleik.
Pokastöð Árborgar til uppbyggingar á pokastöðvum í Árborg.
Körfuknattleiksdeild á Selfossi fyrir barnastarfið sitt.
Knattspyrnudeild Selfoss fyrir uppsetningu á Pannavellir.
Handknattleiksdeild á Selfossi fyrir barna- og unglingastarf sitt.
Flugbjörgunarsveitin á Hellu fyrir nýjan björgunarbúnað.
Regnbogahátíðin í Vík fyrir veitingar í menningarveislu hátíðarinnar.
Heilsuvin í Mosfellsbæ fyrir verkefnið Fjallamánuður fjölskyldunnar.
Ásgarður í Mosfellsbæ til efniskaupa
Taekwondo-deild Aftureldingar fyrir barnastarf sitt
Tómstundaklúbburinn í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ fyrir vetrarstarf sitt
Hááleitisskóli í Reykjanesbæ fyrir bókakaup á bekkjarbókasöfn.
Geðræktarmiðstöðin Björgin í Reykjanesbæ fyrir uppbyggingu á endurhæfingarúrræðum fyrir fólk með geðheilsuvanda.
Taekwondo-deild Keflavíkur fyrir barnastarf sitt.
Grundaskóli á Akranesi fyrir vöruþróunarverkefni nemenda á unglingastigi.
Badmintonfélag Akraness fyrir barnastarf sitt.
Fjölbrautarskóli Vesturlands fyrir kaup á skákborðum og klukkum.
Bókasafn Vestmannaeyja fyrir heimsóknir barnabókahöfunda til Vestmannaeyja.
HK fyrir Krónumót yngri flokka karla og kvenna í knattspyrnu.
Stjarnan í Garðabæ fyrir handknattleiksdeild barna.
ÍBV fyrir Akademíu barna og unglinga.
Fiðlufjör á Hvolsvelli fyrir tónlistarnámskeið barna.
Kjötsúpuhátíðin á Hvolsvelli fyrir aðfangakostnað.
FRAM fyrir barnastarf knattspyrnudeildar.
Knattspyrnufélagið Ægir í Þorlákshöfn fyrir barnastarf sitt.

Opnað verður fyrir umsóknir fyrir samfélagsstyrki 2019-2020 í apríl 2019. Umsóknarfresturinn verður til 7. september 2019.

Birt: 12. nóvember, 2018