Krónan fékk jafnlaunavottun í dag


Við erum ótrúlega stolt að segja frá því að Krónan er orðin jafnlaunavottað fyrirtæki. Það þýðir að allt starfsfólk okkar getur verið fullvíst um að sömu laun séu greidd fyrir jafn verðmæt störf.

Það er mikilvægt fyrir Krónuna að launajafnrétti sé tryggt og vottað með þessum hætti. Okkur er jafnframt mikið í mun að hugsa um að starfsfólki sé á engan hátt mismunað; eftir kyni, aldri eða bakgrunni.  Krónan hóf þessa vegferð óháð lögum um jafnlaunavottun þar sem Krónan vill ekki mismuna fólki.  Niðurstaðan er sú að í dag er Krónan fyrsta dagvöruverslanirnar hér á landi þar sem jafnrétti í launum er vottað.