Kynntu þér ialvoru.is


Í ALVÖRU er verkefni okkar í Krónunni sem snýst um að minnka notkun á plastburðarpokum í verslunum Krónunnar. Þannig stígum við saman skref í átt að umhverfisvænni verslun og betra samfélagi.
Með verkefninu Í ALVÖRU viljum við minna á hversu mikil áhrif plastburðarpokar hafa á umhverfið. Meðalnotkunartími eins plastburðarpoka er um 25 mínútur á meðan þeir eru mörg ár að brotna niður í náttúrunni. Er pokinn þess virði? Við getum öll gert betur, saman. Notum fjölnotapoka.

Hægt er að kynna sér verkefnið og skoða áhugaverð myndbönd á www.ialvoru.is