Í ALVÖRU, TAKK! Krónan á framtak ársins á sviði umhverfismála


Krónan fékk í dag verðlaun á Umhverfisdegi atvinnulífsins fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála.

TAKK!

Þetta er okkur hvatning til að halda áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á undanfarin ár.

Viðurkenninguna fengum við fyrir að hafa jákvæð áhrif á umhverfi okkar og hafa sýnt frumkvæði með nýjum verkefnum til að draga úr sóun og umhverfisáhrifum í Krónunni.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin og veitti Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar þeim viðtöku.

Nánari upplýsingar um viðurkenninguna má nálagst á vef Samtaka atvinnulífsins.

Við erum hvergi nærri hætt , Krónu hjartað slær fyrir umhverfismálum og við höldum ótrauð áfram!

Kynntu þér umhverfisstarf og stefnu Krónunnar