Götubiti á jólum 12 og 13. desember


Götubiti á hjólum? .. Nei götubiti á JÓLUM!

Krónan er í samstarfi við götubita á jólum og verður með ilmandi jólagötubita fyrir framan verslanir í desember.

Markmiðið er að setja upp lítinn jólamarkað á hjólum og koma með jólamarkaðs stemmingu inní hverfin með tilheyrandi jólastemmingu, matarvögnum og jólatónlist til þess að létta borgarbúum og nær sveitungum lundina á þessum skrítnu tímum.

Dagsetningar:

Laugardaginn 12.desember á planinu okkar við Vallarkór milli 16:00-19:00.

Sunnudaginn 13.desember á planinu okkar við Norðurhellu Hafnarfirði milli 16:00-19:00.

Kíktu við í jólaskapi!

Nánari dagskrá má finna á Facebook síðu Götubitinn – Reykjavík Street Food.

Birt: 8. desember, 2020