Gómsætar jólagjafir


Úúú æt jól eru góð jól.

Hér eru nokkrar sniðugar hugmyndir til að gleðja fólkið í kringum sig en á sama tíma gera jólin ööörlítið gómsætari.

Ostadagatalið

24 gluggar af ostum… er hægt að biðja um meira?

Það besta er að það eru nokkrir dagar búnir af desember og því má opna marga glugga í einu.

Jólakaffi

Mmm finnurðu lyktina? Það er eitthvað svo hátíðlegt við ilmandi jólakaffi.

Brookside súkkulaði

Namm. Það jafnast ekkert á við gómsætt súkkulaði í fallegri jóla skál.

Olifa gjafakassar

Það er gaman að gleðja með góðum mat.

Hvernig hljómar dásamleg Olífuolía, pikklað grænmeti, dýrindis pasta og einstaklega góð pasta sósa?

Hjá okkur getur þú valið um þrjá fallega gjafakassa frá Olifa.

Gjöf sem nýtist vel og umbúðirnar má nýta aftur.

Ilmandi jóla krydd frá Kryddhúsinu

Kryddaðu upp á jólin! …. Jólaglöggs krydd! er það til ? Ó já svo sannarlega.

Stonewall Kitchen vörur

Vörurnar frá Stonewall Kitchen smellpassa á hátíðarborðið.

Ostakörfur

Úúú ostakörfur, það er bara eitthvað svo klassísk gjöf.

Krónu gjafakort

Obbosí! Getur þú ekki ákveðið þig ? Krónu kortið er frábær lausn fyrir þá sem eru óákveðnir.