Gerðu þitt eigið jólahlaðborð


v52_1180x535_smarettahlaðborð2

Kjötmeistari Krónunnar er kominn í jólaskap og hefur sett saman dýrindis jólahlaðborð fyrir þig og þína…rúsínan í pylsuendanum er verðið. Til dæmis má hér sjá tillögu að jólahlaðborði fyrir átta, á einungis 2.000 kr. á mann en að sjálfsögðu dæmum við þig ekki ef þig langar til að kaupa baaara fyrir þig. Aðalmálið er að njóta.

Úrvalið er misjafnt eftir verslunum og er mesta úrvalið í Krónunni Lindum, Flatahrauni, Granda, Selfossi, Bíldshöfða og Mosfellsbæ.

Síldarævintýrið er rétt að byrja

Í fyrsta sinn á Íslandi getur þú fengið appelsínusíld og líka rauðvínssíld.  Sérstaklega framleidd fyrir þig og fæst bara í Krónunni.

Silfur hafsins, rauðvíns- og appelsínusíld, 240 g:

799 kr. stk. 

BB rúgbrauð, 270 g:

238 kr. pk.

 

Purusteik eða pörusteik? Skiptir ekki máli. Rauðvínsósa frá Kjötkompaní er ómissandi hér

Komdu við hjá grillaða kjúklingnum og gríptu með þér ilmandi purusteik á hlaðborðið. Vinir okkar hjá Kjötkompaní hafa galdrað fram dýrindis rauðvínssósu sem þarf aðeins að hita upp.

Tilbúin heit purusteik:

1.999 kr. kg

Kjötkompaní rauðvínssósa, 700 ml:

1.490 kr. stk.

Einn vinsælasti forréttur Íslandssögunnar

Einfaldur réttur en samt svo góður, það dæmir þig enginn þótt þú veljir þennan sem aðalrétt og sitjir einn að kræsingunum.

Eðalfiskur. Graflax í fallegum sneiðum, 200 g:

869  kr. pk.

Eðalfiskur. Graflaxsósa , 150ml: 

239 kr. stk. 

 

Þér er boðið í paté

Yndislegt innbakað hreindýrapaté ásamt Cumberland sósu er sannkölluð gleðisprengja fyrir bragðlaukana.

Kræsingar hreindýrapaté, 200 g:

1299 kr. stk.

Kræsingar Cumberland sósa, 100 g:

599 kr. stk.

  

                                              

Ce n’est pas de la tarte

Franska konungsfjölskyldan fær sér þennan rétt í morgunmat, við mælum ekki endilega með því en þetta er upplifun sem þú mátt ekki missa af.

Kjötbankinn reyktar andabringur, *miðað við 150 g:

5.599 kr. kg

Kokkarnir rauðlaukssulta, 180 g:

699 kr. stk.

 

 

Ef þú elskar geitaost verður þú að prófa

B.O.B.A neeeei. V.S.O.C. Eðalostar á fáranlegu góðu verði.

VSOC geitaostur:

1.099 kr. stk.

VSOC Goudaostur 12 mánaða:

999 kr. stk.

DGF rifsberjasulta, 650 g:

360 kr. stk.

     

Nú mega jólin koma fyrir mér

Það er einróma álit dómnefndar að norðlenska hangikjötið svíkur engann enda milt og gott.

Norðlenska hangikjöt soðið, í sneiðum:

3.299 kr. kg

Rauðkál:

299 kr. stk.

 

Laufabrauð, einn af hápunktum aðventunnar

Ef að laufabrauð væri hippster þá væri það án efa lúxus laufabrauð með íslensku blóðbergssalti frá Saltverk. Þetta verður að prófa!

Snittubrauð:

189 kr. stk.

Lúxus laufabrauð með blóðbergssalti, 130 g:                                                

879 kr. pk.

Ekki vera hryggur því hér er hamborgarhryggur

Ekkert vesen og bara æði, en þessi hryggur kemur niðurskorinn handa þér beint á hlaðborðið.  Gestus kartöflusalatið fæst einungis í Krónunni og er vandræðanlega gott.

Kaldur hamborgarhryggur í sneiðum:                        

2.699 kr. kg

Gestus kartöflusalat , 400 g:                                           

499 kr. stk.

 

*miðað við 150 g af andabringu, 600 g af hangikjöti og hamborgarhrygg og 200 g af hreindýrapaté