Fljótlegt, einfalt og bragðgott
Sætur og seiðandi mangó kjúklingur er það sem Berglind hjá Gulur, Rauður, Grænn og Salt töfrar fram í þætti dagsins. Ótrúlega bragðgóður og fljótlegur réttur í dagsins önn!
Fyrsta skrefið er að skera nokkrar rendur í kjúklinginn og kreista sítrónu yfir.
Því næst er það sósan, en hún verður til með því að blanda öllum hinum hráefnunum saman í skál og hræra vel. Sósunni er hellt yfir kjúklinginn sem fer inn í 175° heitan ofn og er bakaður í 40-50 mínútur eða þar til hann er fulleldaður.
Hráefni:
8 kjúklingaleggir
safi úr einni sítrónu
4 msk mango chutney
2 tsk karrý
2 msk dijon sinnep
4 msk mjúkt smjör
1 msk hvítvín eða eplasafi
1 tsk salt
¼ tsk timían
svartur pipar
Syndsamlega gott poppkex sem seður sykurpúkann er uppskriftin sem Berglind hjá Gulur, Rauður, Grænn og Salt færir okkur þessa vikuna. Kexið er ótrúlega einfalt í framkvæmd og geymist vel í frysti, svo hægt sé að laumast í það við hvaða tækifæri sem er.
Fyrsta skrefið er að setja möndlusmjör, sýróp og eplamauk í pott og láta malla við vægan hita þar til öll hráefnin eru bráðin saman. Sósan þarf að vera nægilega þunn til að ná yfir poppið, ef hún er
heldur þykk er gott að hræra örlítilli ólífuolíu saman við til að þynna hana.
Poppkorni, hnetum, kókosmjöli og fræjunum er því næst blandað
saman í stóra skál, möndlusmjörssósunni er hellt yfir og öllu blandað vel saman.
Bökunarform (23 x 33 cm) er hulið með bökunarpappír og blöndunni er þrýst niður í formið, sem er svo sett í frysti yfir nótt.
Daginn eftir kexið tilbúið og ekkert annað í stöðunni en að taka það úr frystinum, skera í bita og njóta!