Fljótlegt, einfalt og bragðgott


Hvernig á að gera mangó kjúkling

Sæt­ur og seiðandi mangó kjúk­ling­ur er það sem Berg­lind hjá Gul­ur, Rauður, Grænn og Salt töfr­ar fram í þætti dags­ins. Ótrú­lega bragðgóður og fljót­leg­ur rétt­ur í dags­ins önn!

Fyrsta skrefið er að skera nokkr­ar rend­ur í kjúk­ling­inn og kreista sítr­ónu yfir.

Því næst er það sós­an, en hún verður til með því að blanda öll­um hinum hrá­efn­un­um sam­an í skál og hræra vel. Sós­unni er hellt yfir kjúk­ling­inn sem fer inn í 175° heit­an ofn og er bakaður í 40-50 mín­út­ur eða þar til hann er fulleldaður.

Hrá­efni:

8 kjúk­linga­legg­ir

safi úr einni sítr­ónu

4 msk mango chut­ney

2 tsk karrý

2 msk dijon sinn­ep

4 msk mjúkt smjör

1 msk hvít­vín eða eplasafi

1 tsk salt

¼ tsk timí­an

svart­ur pip­ar

Sykurpúða seðjandi poppkex

Synd­sam­lega gott poppkex sem seður syk­ur­púk­ann er upp­skrift­in sem Berg­lind hjá Gul­ur, Rauður, Grænn og Salt fær­ir okk­ur þessa vik­una. Kexið er ótrú­lega ein­falt í fram­kvæmd og geym­ist vel í frysti, svo hægt sé að laum­ast í það við hvaða tæki­færi sem er.

Fyrsta skrefið er að setja möndl­u­smjör, sýróp og eplamauk í pott og láta malla við væg­an hita þar til öll hrá­efn­in eru bráðin sam­an. Sós­an þarf að vera nægi­lega þunn til að ná yfir poppið, ef hún er
held­ur þykk er gott að hræra ör­lít­illi ólífu­olíu sam­an við til að þynna hana.

Popp­korni, hnet­um, kó­kos­mjöli og fræj­un­um er því næst blandað
sam­an í stóra skál, möndl­u­smjörssós­unni er hellt yfir og öllu blandað vel sam­an.

Bök­un­ar­form (23 x 33 cm) er hulið með bök­un­ar­papp­ír og blönd­unni er þrýst niður í formið, sem er svo sett í frysti yfir nótt.

Dag­inn eft­ir kexið til­búið og ekk­ert annað í stöðunni en að taka það úr fryst­in­um, skera í bita og njóta!

Hráefni:

240g möndlusmjör

60ml agave síróp

50g  eplamauk, ósætt

5 bollar popp

200g möndlur, óhakkaðar

40g hörfræ frá Gron Balance

40g graskersfræ frá Gron Balance

40g sólblómafræ frá Gron Balance

40g kókosmjöl