Krónan opnar nýja verslun
Krónan opnar nýja og glæsilega verslun á Flatahrauni í Hafnarfirði, föstudaginn 1.júlí kl. 9:00.
Nýja verslunin er ein af stærstu verslunum Krónunnar og verður vöruúrvalið rúmlega tvöfalt það sem verslunin á Reykjavíkurvegi bauð upp á. Í versluninni verður t.a.m. stóraukið úrval af lífrænum vörum, spírubar, fiskur frá Fiskverslun Hafliða, glæsilegt kjötborð þar sem kjöti er pakkað er á staðnum, stór snyrtivörudeild o.fl. Í Krónunni Flatahrauni er einnig boðið upp á Tokyo sushi, ferskt sushi gert á staðnum auk brauðbars sem mun m.a. bjóða upp á nýbökuð súrdeigsbrauð.
Krónunni Reykjavíkurvegi verður lokað þann 30. júní kl. 21:00. Starfsmenn Krónunnar þakka fyrir viðskiptin á Reykarvíkurvegi á síðustu árum og hlakka til að sjá ykkur í nýrri verslun á Flatahrauni.
Það verða frábær opnunartilboð alla helgina, sértilboð föstudag, laugardag, sunnudag sem gilda aðeins í einn dag, á meðan birgðir endast. Takmarkað magn á mann.
Krónan Flatahrauni verður opin frá kl 9 – 21 alla daga.