Allt í vegan jólahlaðborðið


Við í Krónunni leggjum ríka áherslu á bjóða upp á gott vöruúrval fyrir ALLA og þá eru grænkerar svo sannarlega ekki undanskildir.

Það er auðvelt að púsla saman jólahlaðborði úr því fjölbreytta úrvali sem finnst hjá okkur í Krónunni.

Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir hátíðarborðið.

Gardein Holiday Roast

Hversvegna ekki prófa eitthvað nýtt á aðfangadag?  Gardein hátíðarsteikin er hátíðlega góð.

Happ Wellington

Vegan jól þurfa ekki að vera vesen jól!

Vegan Wellingtonið frá HaPP smellpassar fyrir grænkera um jólin. Uppskriftin er nú ný og endurbætt.

Þessi verður komin í verslanir 21 des.

Psst… við mælum svo með HaPP villisveppasósunni til hliðar eða yfir, það er aldrei of mikið af henni.

Halsans Falafel og hátíðlegur hummus

Falalalala la Fa la -FEL!  Það er bara svo klassískt og gott og passar vel með hátíðar meðlætinu!

Gestus hummusinn er góður til hliðar … nú eða bara einn og sér með skeið (við dæmum ekki).

Oumph Pulled

Það er auðvelt að setja Oumph í „spariföt“ yfir jólin! Pússlaðu því  saman með hátíðar meðlætinu. 

Móðir Náttúra Hnetusteik og Sólskinssósa

Þessi er klassísk og getur ekki klikkað! Frábær með villisveppasósu.

Psst… sósan er alltaf skotheld … Ekki veitir af smá sólskini í jólaskammdeginu!

Úúú meðlæti….

Meðlætið setur puntkinn yfir i-ið. Við mælum með Vegan Laufabrauði það er sko alls ekki síðra en það hefðbundna.

Rotissiere Rauðkálið og Vaxa salatið er svo fallegt og bragðgott á jóladiskinn.

Vissir þú að það leynist lítið fallegt ætt blóm með hverju salati frá Vaxa?

Síðast en ekki síst Rósakál Rósakál RósaRósakáááál.… það er sko í jólalagi að hafa rósakál sem mæðlæti!

Psst… hér eru fleiri vegan uppástungur fyrir jólin

Gleðileg græn jól !