Vegan veisla á grillið


Það er ekkert sem jafnast á við að grilla í góðum félagskap.

Við í Krónunni ❤ nýjar hugmyndir af grillsnilld og það er ekki verra ef þær eru vegan. Vegan á grillið getur verið ótrúlega spennandi og gómsætur kostur.

Á dögunum fengum við nýja ferska „V“amborgara og pylsur frá Naturli sem þykja „eins og kjöt“- í áferð í valdar verslanir.

Það er mikill kostur að geta gripið ferskt á ferðinni í stað frystivöru og því taka grænkerar vörunum frá Naturli fagnandi.

Hér fyrir neðan eru hugmyndir af Vegan Veislu á grillið.

Naturli — Hamborgarinn

Ef góðir hamborgarar geta öllu bjargað þá gæti þessi verið í björgunarsveitinni. Þessi djúsí borgari frá Naturli er fullkominn til að grípa með í bústaðarferðina eða á sunnudagsgrillið.

Deliciou — Vegan krydd

Deliciou

Nýju Vegan kryddin frá Deliciou eru frábær á grillmatinn. Deliciou Bacon kryddið er fyrir þá sem vilja “alvöru Bacon” bragð án kjötafurða!

Hamborgarafabrikkan — Vilborgar sósan

Mmmmmm Döðlu- og spínatsósan er skotheld á “Hamborgarann”! Nú eða bara í skeið.

Tripe Crown — BBQ sósur

Allar sósurnar frá Triple Crown eru Lífrænar, Gluten-free og Vegan.

Psssst…Mögulega besta BBQ sósan á landinu?

Violife — Ostur

Violife vegan osturinn klikkar ekki. Toppurinn yfir i‘ið á “hamborgarann”.

Naturli — Pylsur

Pylsa? Pulsa?, Bulsa, Vulsa?

Naturli pylsurnar eru ekki aðeins stútfullar af andoxunarefnum heldur einnig brjálað bragðgóðar. Við mælum með að breyta út frá vananum og skella fersku grænmeti á pylsuna. Grillað gott!

Silverspring — Sósur

Mmmmm sósunum frá Silverspring fá bragðlaukana til að dansa!

Nammi namm þvílík vegan veisla! Verði ykkur að góðu.

Ferskvörurnar frá Naturli eru fáanlegar á Bíldshöfða, Flatahrauni, Granda, Lindum, Mosfellsbæ og Selfossi.

Hvernig getum við gert betur?

Við viljum alltaf gera betur og langar því að heyra þínar hugmyndir. Sendu okkur póst á vegan@kronan.is.

#KomduíKrónuna

Ertu að borða eitthvað geggjað á einhverjum veitingastað sem þig langar að elda heima? Smakkaðirðu eitthvað ómótstæðilegt í útlöndum og vilt sjá það á Íslandi? Taktu mynd af því og skelltu #KomduíKrónuna á færsluna, það er aldrei að vita, kannski kemur tillagan þín í Krónuna.