Fyrsta íslenska „hot sauce” sósan

Við eeelskum nýjungar! Þess vegna erum við svo ánægð með að geta boðið upp á fyrstu íslensku „hot sauce“ sósuna Bera, frá fjölskyldufyrirtækinu Lefever.
Um Lefever og hvernig sósan varð til
Það eru þau Óðinn og Gréta sem standa á bakvið litla fjölskyldufyrirtækið Lefever.
Þau kvöddu Kópavog haustið 2015 og lögðu leið sína alla leið á Djúpavog til að hægja aðeins á hinu daglega lífi og prófa eitthvað nýtt. Þar hafa þau stækkað við fjölskylduna og njóta sveitasælunnar í botn.
Hot sauce ævintýrið byrjaði með óhóflegum áhuga á sterkum mat , ást á matargerð og eftir að hafa mallað “hot sauce” sósur heima í eldhúsi í nokkur ár varð eeeldheita sósan „Bera“ til.
Samvinna
Þau vinna í sameiningu í þessu eldheita ævintýri eftir bestu getu. Í upphafi hefur Óðinn séð um þorra vinnunnar með aðstoð góðra vina, á meðan Gréta heldur öllu gangandi á heimavígstöðvunum. Í framtíðinni sjá þau þau þó fram á að vinna að þessu hlið við hlið og ef vel gengur að bæta við starfsfólki og efla atvinnulífið á Djúpavogi.
Bera passar með öllum mat
Bera “hot souce” sósuna má nota á allt! Hún er frábrugðin öðrum heitum sósum að því leyti að hún inniheldur hátt hlutfall af ávöxtum. Þetta skilar mikilli sætu í sósuna sem er hennar sérkenni. Hún passar sérstaklega vel ofan á allt fiskmeti en er einnig frábær í vefjuna, á samlokuna, ofan á/í túnfisksalatið, á borgarann, á pizzuna í pastarétti, ofan á eggin á morgnana og bara hvað sem er! Lykillinn að því að njóta Beru til hins ýtrasta er að prófa hana á allt milli himins og jarðar.
Psst.. Sósan er ekki aðeins ævintýralega góð á bragðið heldur einnig vegan — glútenlaus og sykurlaus! Er hægt að biðja um meira?

Við mælum með að þú fylgist með Lefever á samfélagsmiðlum.
Instagram: https://www.instagram.com/lefeversauce
Facebook: https://www.facebook.com/Lefever-Hot-Sauce-253571085513834
Hvar fæst sósan:
· Krónan Grandi
· Krónan Reyðarfjörður
· Krónan Lindir
· Krónan Mosfellsbær
· Krónan Bíldshöfði
· Krónan Flatahraun
