HEILSA OG HOLLUSTA

Við leggjum áherslu á að stunda heilbrigða viðskiptahætti í samvinnu við birgja með það að markmiði að hafa hollustu í fyrirrúmi. Markmið okkar er einnig að Krónan sé fyrirmyndarvinnustaður, þar sem ríkir launajafnrétti, lögð er áhersla á þjálfun, öryggi og heilsu starfsfólks.

Við þekkjum þau víðtæku og jákvæðu áhrif sem Krónan getur hefur á samfélagið. Þess vegna eru styrktarverkefni sem tengjast hollustu og hreyfingu höfð í forgangi.  Þannig höfum við markað okkur stefnu þar sem eitt af þremur áhersluatriðum er heilsa.

STYRKTARVERKEFNI TENGD HOLLUSTU OG HREYFINGU HÖFÐ Í FORGANGI

Allur ágóði seldra plastpoka í verslunum Krónunnar rennur í styrktarsjóðinn Krónan og samfélagið.

Krónan og samfélagið veitir styrki til  verkefna er snúa að barnastarfi í nærumhverfi verslanna Krónunnar með það að markmiði að efla hreyfingu og heilbrigt líferni barna.

Í desember 2016 var 8 miljónum króna veitt í styrki úr styrktarsjóði Krónunnar, en árlega hefur styrktarsjóðurinn veitt styrki til góðgerðarmálefna.

Viðskiptavinir Krónunnar komu að ákvörðun um hvaða samtök eða stofnanir Styrktarsjóður Krónunnar skyldi styrkja að þessu sinni.  Viðskiptavinirnir voru spurðir í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook hvaða góðgerðarsamtök væru þeim mikilvæg. Farið var yfir svörin og í kjölfarið var ákveðið styrkja eftirfararandi samtök: Umhyggju, félag langveikra barna, Einstök börn, stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða skerðingar, BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og Reykjadal, sumar- og helgardvalarstað fyrir fötluð börn og ungmenni. 

Þá fá Mæðrastyrksnefndir Kópavogs, Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Akraness, Fjölskylduhjálp og Hjálpræðisherinn, Jólasjóður Fjarðarbyggðar, Fjölskylduhjálp, Hjálparstarf Kirkjunnar,  Kirkjan í Vestmannaeyjum og Selfossi og Fjölskylduhjálp Reykjanesbæ einnig styrk frá Styrktarsjóði Krónunnar í formi gjafabréfa í Krónunni

Krónan og samfélagið kynnir með stolti Snarlið. Á heimasíðunni www.snarlið.is má finna örmyndbönd, sniðugar uppskriftir og fræðslu. Markmið Snarlsins er að vekja áhuga hjá krökkum á að læra að elda sjálf holla og fljótlega rétti eftir skóla. Það þarf ekki að vera flókið að framreiða stórkostlegt snarl úr því sem til er í skápunum heima hverju sinni. Við fengum til liðs við okkur sjónvarpskokkinn og snarlmeistarann Ebbu Guðnýju sem er þekkt fyrir að kenna þjóðinni að elda afbragðsgóða en umfram allt holla rétti.

Snarlið á að vera hvatning fyrir alla fjölskylduna að eiga gæðastund saman í eldhúsinu, læra hver af öðrum hvað felst í snilldarlegri snarlgerð og að lokum krýna snarlmeistara fjölskyldunnar. Kynntu þér málið á www.snarlið.is!

VIRK SAMKEPPNI

Við  sýnum samfélagslega ábyrgð í verki með því að stuðla að virkri samkeppni á matvörumarkaði. Það gerum við með því að tryggja hagsmuni viðskiptavina, starfsfólks, birgja og hluthafa með því að bjóða samkeppnishæf vöruverð í öllum vöruflokkum en jafnframt að tryggja arðsemi fyrirtækisins.

MINNKUM MATARSÓUN

Við  leggjum áherslu á að sýna umhverfinu virðingu og leitum sífellt nýrra leiða við að minnka matarsóun og fækka vistsporum Íslendinga.

Í verslunum Krónunnar bjóðum við upp á  þroskað grænmeti, ávexti, útlitsgallaðar vörur og vörur á síðasta söludegi á lækkuðu verði í stað þess að vörum sé fargað.