Snarlið

Viltu verða Snarlmeistari?

Krónan býður uppá matreiðslunámskeið með Ebbu Guðnýju fyrir ungt fólk á aldrinum 10 – 15 ára.

Markmiðið með námskeiðinu er að kenna ungu fólki að útbúa hollari og fjölbreyttari rétti.
Námskeiðin eru haldin í Salt eldhúsi, Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík.

Námskeiðin eru í boði Krónunnar og því þarf ekkert annað en brennandi áhuga á hollu snarli til að taka þátt.

Því miður er fullt á öll matreiðslunámskeið Snarlsins í bili!

Okkur barst mikill fjöldi skráninga og því miður komust færri að en vildu.

Tilkynnt verður á Facebook-síðu Krónunnar hvenær næstu skráningar á matreiðslunámskeið Snarlsins hefjast og því er mikilvægt að líka við Krónuna á Facebook til að missa ekki af því skemmtilega tækifæri að gerast snarlmeistari.

Endilega fylgist með.