Síðasti séns


Við eeelskum mat! En ekki matarsóun

Við viljum minka matarsóun. Bjóðum því vörur á síðasta séns á lægra verði.
Verkefnið er í gangi í öllum verslunum Krónunnar. Úrvalið er mismikið hverju sinni.

Minni matarsóun í öllum verslunum

Þú finnur vörur á Síðasta séns í öllum verslunum okkar. Athugaðu þó að vöruúrval er mismunandi eftir verslunum og dögum.

Á síðasta ári seldum við 50 tonn af matvöru undir merkjunum „Síðasti séns“. Þannig höfum við minnkað matarsóun hjá okkur um 53%.

53%

Minni matarsóun á árinu

Hvað er Síðasti séns?

Síðasti séns er verkefni sem miðar að því að draga úr matarsóun.

Við bjóðum vörur á lækkuðu verði í verslunum okkar:

  • ef vörur eiga eftir stuttan líftíma
  • ef umbúðir vara eru skemmdar
  • ef vörur eru að hætta í úrvali
  • ef vörur eru komnar yfir síðasta söludag en eru nýtanlegar

Þannig færð þú vörur á góðu verði og við hendum minna.