Verslanir Krónunnar eru í dag 19 talsins.  Í ávaxta- og grænmetisdeild Krónunnar er ferksleikinn ávallt í fyrirrúmi en þar er einnig að finna lífrænar vörur, ávaxtamarkaðinn og árstíðahjólið. Framboð í kjöti og fiski er ríkulegt og í stærri Krónuverslununum er kjötpökkun á staðnum. Sömuleiðis eru ilmandi nýbökuð brauð á boðstólum á hverjum degi.

Stærsta Krónuverslunin var opnuð í maí 2008 í Lindunum í Kópavogi. Á árinu 2015 opnuðu 4 nýjar Krónuverslanir og 1. júlí 2016 opnaði nýjasta verslun Krónunnar við Flatahraun í Hafnarfirði.

Í ágúst 2017 var fyrsta Kr. verslunin opnuð í Vík. Kr. er smærri Krónuverslun aðlöguð að bæjarfélaginu og stendur Kr. fyrir Krónu. Á sama hátt og tilgangur skammstöfunnar er að einfalda og spara tíma er hlutverk Kr. að færa viðskiptavinum fjölbreytt vöruúrval á lægra vöruverði. Í Kr. fást 2000 vörur á Krónuverði.

Upplýsingar um staðsetningar, opnunartíma og verslunarstjóra hverrar verslunar er að finna á forsíðu undir opnunartímar og verslanir.

Festi hf. er eignarhaldsfélag sem sérhæfir sig í rekstri verslunarfyrirtækja. Festi hf. er í eigu SF V slhf. og eru hluthafar um 30 talsins. SÍA II er stærsti einstaki hluthafi félagsins með um 27% hlut. Einkafjárfestar eru með um 26% eignarhlut, lífeyrissjóðir eru með um 31% hlut, tryggingafélög og sjóðir 15% eign í félaginu. Sjá nánar á http://www.festi.is/eigendur

Sátt við Samkeppniseftirlitið vegna nýrra eigenda FESTI hf.

Krónan er í 100% eigu Festi hf.

Stjórn Krónunnar ehf. eru:

Hreggviður Jónsson

Arnar Þór Ragnarsson

Helga Hlín Hákonardóttir

Þóranna Jónsdóttir

Guðjón Karl Reynisson