Verslanir Krónunnar eru í dag 24 talsins.  Í ávaxta- og grænmetisdeild Krónunnar er ferskleikinn ávallt í fyrirrúmi en þar er einnig að finna lífrænar vörur, ávaxtamarkaðinn og árstíðahjólið. Framboð í kjöti og fiski er ríkulegt og í stærri Krónuverslununum er kjötpökkun á staðnum. Sömuleiðis eru ilmandi nýbökuð brauð á boðstólum á hverjum degi.

Í ágúst 2017 var fyrsta Kr. verslunin opnuð í Vík. Kr. er smærri Krónuverslun aðlöguð að bæjarfélaginu og stendur Kr. fyrir Krónu. Á sama hátt og tilgangur skammstöfunnar er að einfalda og spara tíma er hlutverk Kr. að færa viðskiptavinum fjölbreytt vöruúrval á lægra vöruverði. Í Kr. fást 2000 vörur á Krónuverði.

Upplýsingar um staðsetningar, opnunartíma og verslunarstjóra hverrar verslunar er að finna á forsíðu undir opnunartímar og verslanir.