Fátt er jafndásamlegt og setjast niður og snæða heimalagaðan mat eftir annasaman dag. Það er hinsvegar meira en segja það að kaupa inn og elda mat, samhliða því að passa að börnin læri heima og komist á dansæfingu og allt hitt sem fyllir upp í eftirmiðdegi hins vinnandi nútíma-Íslendings. Svo ekki sé minnst á hversu auðvelt er að týnast í iðrum internetsins sem hýsir þúsundir misgómsætra uppskrifta. Þess vegna gerum við okkar til að auðvelda þér þetta verkefni og stillum saman öllum vörunum sem þú þarft til að elda heimalagaðan kvöldverð sem allir í fjölskyldunni munu elska!

Hvenær kemur ný uppskrift í Korter í 4?

Alla fimmtudaga kemur ný uppskrift í verslanir okkar þar sem hægt er að nálgast öll hráefnin á einum stað.  Uppskriftirnar eru einfaldar, bragðgóðar og fljótlegar.

Hvar finn ég nýjar uppskriftir?

Uppskriftir er hægt að skoða á vefnum okkar. Ásamt því að í öllum verslunum er að finna sérmerkta hillu þar sem þú finnur öll hráefni og upplýsingar um uppskriftina.

Vertu með!

Kynntu þér #Korterí4 í þinni verslun og gaman væri að heyra hvort þú hafir prófað einhverja uppskrift með að senda myndir og annað sem þú vilt deila með okkur á millumerkinu #Korterí4

Nánar