Viðskiptavinir Krónunnar völdu verkefni Rauða krossins


Árni Gunnarsson formaður Rauða kross Reykjavíkur og Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Krónunnar

Um tvö hundruð viðskiptavinir Krónunnar tóku þátt í að tilnefna styrkþega úr góðgerðarstyrktarsjóði Krónunnar í ár á samfélagsmiðlum. Fjöldi samtaka var tilnefndur en þau samtök sem flestar tilnefningar fengu í ár voru Konukot, neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur, og verkefnið Frú Ragnheiður.  Bæði verkefnin eru rekin af Rauða krossi Íslands. Frú Ragnheiður verkefnið hefur það að markmiði ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu og að bjóða þeim upp á skaðaminnkandi þjónustu í formi heilbrigðisþjónustu og nálaskiptiþjónustu. Félögin fá veglegan peningastyrk til að standa straum af starfsemi sinni.

Auk þessara samtaka styrkir Krónan ellefu samtök sem sinna matarúthlutunum fyrir jólin og starfa í nærumhverfi Krónunnar.  Allir styrkir Krónunnar til matarúthlutunar eru veittir í formi gjafakorta til að gefa skjólstæðingum samtakanna kost á að versla sjálf í matinn.  

Með þessari árlegu úthlutun vonast Krónan til þess að auðvelda þeim sem eru aðstoðar þurfi að halda að eiga gleðilegri jól.

Aðrir styrkir Krónunnar í ár renna til samtaka sem sjá um matarúthlutanir í nærumhverfi Krónunnar eftirfarandi aðilar fá styrk í ár:

 • Hjálpræðisherinn
 • Jólaaðstoð Rauða Krossins
 • Jólasjóður Fjarðarbyggðar
 • Landakirkja í Vestmannaeyjum
 • Mæðrastyrksnefnd Akraness
 • Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar
 • Mæðrastyrksnefnd Kópavogs
 • Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
 • Selfosskirkja
 • Soroptimistafélag Mosfellsbæjar
 • Velferðarsvið Reykjanesbæjar

Myndir úr verslunum Krónunnar má nálgast á nálgast hér

Birt: 19. desember, 2019