Takk. 8,3 milljónir til Unicef


Takk Krónuvinir.
Rúm­ar 8,3 millj­ón­ir króna söfnuðust í fjár­öfl­un­ar­átaki Krón­unn­ar og viðskipta­vina okkar, í sam­starfi við átak UNICEF á Íslandi – Kom­um því til skila

Upp­hæðin sam­svar­ar dreif­ing­ar á 36.280 bólu­efna­skömmt­um til efnam­inni ríkja.

Átakið fór þannig fram að viðskipta­vin­um var boðið að bæta við 459 krón­um við körf­una í versl­un­um og Snjall­versl­un Krón­unn­ar. Krón­an gaf síðan sömu upp­hæð í hvert skipti sem viðskipta­vin­ir ákváðu að styrkja.

Á tveim­ur vik­um söfnuðust alls 9.070 styrk­ir, eða tæp­ar 4,2 millj­ón­ir króna frá viðskipta­vin­um og sama upp­hæð frá Krón­unni.

Sá sam­taka­mátt­ur sem við fund­um meðal viðskipta­vina okk­ar á þess­um tveim­ur vik­um sem fjár­öfl­un­ar­átakið stóð yfir var hreint út sagt magnaður.

Við erum stolt af því að leggja átaki UNICEF á Íslandi lið.

Pssst… Enn er hægt að styðja átak UNICEF með því að senda SMS-ið „COVID“ í núm­erið 1900.
www.unicef.is/covid

Birt: 30. júní, 2021