Vegan ráðstefna, Krónumót og Aldingarður æskunnar meðal þeirra sem fengu samfélagsstyrki Krónunnar í ár


Krónumót 2018 – Mynd: Arnþór Birkirsson

Nærsamfélagið í brennidepli samfélagsstyrkja Krónunnar

Nú um helgina taka um þrjú þúsund börn þátt í Krónumóti HK í fótbolta en það verkefni er meðal þeirra 27 verkefna sem Krónan styrkir í ár. Alls bárust 220 umsóknir frá samtökum og félögum til Krónunnar. Samtökin eiga það öll sammerkt að hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu í nærsamfélögum Krónunnar og/eða hvetja til hollustu og hreyfingar barna. Heildar styrktarupphæðin í ár var sjö milljónir króna.

„Við erum alltaf jafn ánægð að sjá hversu margir eru að vinna að metnaðarfullum verkefnum í því skyni að bæta líf og heilsu barna, sem og þau sem eru að vinna að annarri jávæðri uppbyggingu í samfélaginu. Mörg þeirra verkefna sem við styrkjum í ár eru unnin í sjálfboðavinnu og það er ekki síst þess vegna sem við hjá Krónunni viljum leggja okkar á vogarskálarnar við að halda þessum góðu verkefnum gangandi.“ segir Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar.

Verkefnin sem hlutu samfélagsstyrki Krónunnar á styrktarárinu 2019-2020 voru:

 • FRAM í Reykjavíkfyrir knattspyrnudeild barna
 • Stjarnan í Garðabæ fyrir handknattleiksdeild barna
 • HK í Kópavogi fyrir Krónumót yngri flokka karla og kvenna í knattspyrnu
 • Sundfélag Hafnarfjarðar fyrir Krónumótið – sundmót barna
 • Haukar í Hafnarfirði fyrir Special Olympics æfingum Körfuknattleiksdeildar Hauka
 • Karatedeild Aftureldingar í Mosfellsbæ fyrir barnastarfið.
 • Blakdeild Aftureldingar  í Mosfellsbæ fyrir úthlutun gefins endurskinsmerkja til grunnskóla nemenda í bænum
 • Vikingur í Reykjavík fyrir barna- og unglingastarf
 • ÍBV í Vestmannaeyjum fyrir barnastarfið 
 • Crossfit Eyjar fyrir Skólacrossfit
 • Fimleikadeild Heklu á Hellu fyrir nýjum áhöldum 
 • Fimleikadeild Hamars Hveragerði fyrir fræðsludegi þjálfara og foreldra iðkenda deildarinnar um svefn og næringu barna og unglinga
 • Hjálparstarf Kirkjunnar fyrir styrktarsjóð vegna tómstundaiðkunar barna og unglinga
 • Ungmennafélagið Þjótandi á Selfossi fyrir Frisbí golfvelli.
 • Skátafélag Akranes fyrir ævintýragarði sem verður notaður í uppbyggjandi skemmtun og fróðleik, í útivist og ýmsa hreyfingu
 • Heilsuleikskólinn Skógarás í Keflavíkfyrir klifurvegg fyrir krakkana
 • Suðurnesjadeild Garðyrkjufélags Íslands í Keflavíkfyrir Aldingarð æskunnar til plöntukaupa
 • Kjötsúpuhátíðin á Hvolsvelli fyrir aðfangakostnað á hátíðinni
 • Námsaðstoð Rauðakrossins upp í aðstoð barna við lestur og nám á skólabókasöfnum
 • Skíðaskóli Jennýar í Reyðafirði fyrir Stubbaskólanum, skíðaskóla fyrir börn. 
 • Björgunarsveitin Kyndill á Klaustri fyrir breytingu á bíl
 • Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli fyrir unglingastarfið
 • Støð í Stöð (Stöðvafirði) fyrir aðfangakostnaði á bæjarhátíðinni
 • Regnboginn lista- og menningarhátíð í Víkfyrir mat í menningarveislu hátíðarinnar
 • Vegan Heilsa í Reykjavík fyrir ráðstefnukostnaði 
 • Landvernd fyrir fræðslumyndbandi
 • Hjólreiðafélagið Tindur fyrir krúttlegasta hjólamót landsins

Ljósmyndir

Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir – Mynd: Íris Dögg Einarssdóttir

Verðlaunapeningar af Krónumóti HK – Mynd: Arnþór Birkirsson

Birt: 30. október, 2019