Krónan hlýtur Fjörusteininn


Krónan hlýtur í ár Fjörusteininn, umhverfisverðlaun Faxaflóahafna, sem veitt voru í síðustu viku. Venjan hefur verið að veita verðlaunin fyrirtækjum sem starfa á hafnarsvæðunum, sýnt hafa fram á framsækni í umhverfismálum og verið til fyrirmyndar hvað varðar frágang á lóðum og snyrtilegt umhverfi.

Við erum einstaklega þakklát og stolt fyrir viðurkenninguna Fjörusteininn frá Faxaflóahöfnum sem er okkur hvatning til að halda áfram á þeirri vegferð sem Krónan er á. Áhersla á umhverfismál og samfélagslega ábyrgð er lykilþáttur í starfi Krónunnar. Við þökkum þann árangur sem við höfum náð í umhverfismálum einlægum áhuga viðskiptavina okkar og starfsfólks sem við eigum í öflugu samtali við dag hvern. Samtal sem hefur skilað sér í þeim fjölmörgu verkefnum og aðgerðum sem hafa að markmiði að minnka umhverfisáhrif Krónunnar. Á þann hátt byggjum við saman upp grænni framtíð.

Mynd: Kristín Soffía Jónsdóttir stjórnarformaður Faxaflóahafna afhendir Ástu Fjeldsted framkvæmdarstjóra Krónunnar, Ólafi Rúnari Rekstarstjóra og Lilju Kristínu sérfræðing í markaðs og umhverfismálum Fjörusteininn.

Birt: 29. júní, 2021