Hjördís Elsa nýr markaðsstjóri Krónunnar


Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin nýr markaðsstjóri hjá Krónunni. Hún hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum og markaðsrannsóknum.

Undanfarin fimm ár hefur Hjördís starfað hjá Festi, fyrst sem markaðsfulltrúi Krónunnar, Nóatúns og Kjarval en nú síðast sem sérfræðingur í markaðsdeild Krónunnar.

Hún er með MS gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá HÍ og lærði Stafræna markaðssetningu og viðskipti á netinu hjá Opna háskólanum í Reykjavík. Hjördís hefur jafnframt bakgrunn í Viðskiptafræði frá HR.

„Við fögnum því að Hjördís Elsa taki nú við sem markaðsstjóri Krónunnar en hún þekkir ákaflega vel til hjá okkur. Krónan hefur vaxið og dafnað á undanförnum árum og eru verslanir okkar nú 24 talsins. Hjördís þekkir sögu fyrirtækisins vel og við hlökkum til að takast skemmtilegar áskoranir í síbreytilegu rekstrarumhverfi með hana í fararbroddi.“

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdarstjóri Krónunnar

Meðfylgjandi mynd Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, ljósmyndari Birgir Ísleifur Gunnarsson.

Birt: 7. mars, 2019