13 hugmyndir fyrir jólasveinana 2018


ATH! Hugmyndir fyrir 2019 má nálagast á síðunnni hóhóhó – 13 húgmyndir fyrir jólasveininn 2019

Við fréttum úr fjöllunum að jólasveinarnir væru ekki alveg tilbúnir með skógjafirnar og erum því tilbúin með nammilausar hugmyndir ef þeim vantar eitthvað upp á. Hér koma 13 hugmyndir fyrir jólasveinana okkar 13. 

 1. Bessi, Kappi, Píla, Seifur? Jólasveinarnir geta slegið í gegn hjá þeim minnstu með hvolpasveitarvarasölvum. 

 2. ….já eða hvolpasveitarplástrum. Hvolpasveit kemur til bjargar! 

 3. Fótboltamyndir slá í gegn hjá fótboltakrökkunum 

 4. LOL dúkkurnar vinsælu eru nú til á safnspjöldum líka 

 5. Bear Yoyo ávaxtabitarnir eru alltaf vinsælir. Sérstaklega jarðarberja- og eplabragðið. NAMM…. 

 6. Tyggjó er skemmtilegt í skóinn…  

 7. Legokall í poka… en þú veist ekki hver? Spennó…… 

 8. Grön Balance ávaxtastangirnar eru bragðgóðar og lífrænar. Bláberja, fíkju eða jarðarberja?

 Pssst…. jarðarberja eru langvinsælastar. 

 9. Grýlu gott eða sveina gott? Litlir gotteríspokar sem eru tilvaldir ofan í skó. Hreint hnetu- og rúsínumix eða jógúrt- og súkkulaðihúðað. 

 

10. Barnabaðvörurnar frá Tinti gera allar baðferðir skemmtilegri. Hvort sem það er litaða baðfrauðið eða töfrasprotinn sem litar upp baðið smátt og smátt með því að hræra honum í baðinu. 

 

11. Saltstangir eru ekki bara bragðgott snarl, heldur eru þær líka frábærar við jólaskreytingar. Hverjum hefur ekki dottið í hug að klæða piparkökuhúsið með saltstöngum til að búa til bjálkahús?  

 12. Við vitum að jólasveinarnir eru sjúkir í mandarínur.  

13. Svo til vara ef einhver er óþekkur… þá gæti auðvitað komið til þess að jólasveinn þyrfti að gefa kartöflu. Börnunum er svo velkomið að skila þeim í Krónuna og fá mandarínu í staðinn.