Byrjum á byrjuninni – við elskum góðan mat!

Hugsa sér t.d. ef við gætum labbað inn í næstu matvöruverslun án þessa að þurfa að klofa yfir hraðahindranir af óhollustu? Hvað ef við þyrftum ekki að fara fjallabaksleið í átt að hollari lífstíl og gætum hlaupið beint í ilmandi fangið á grófum brauðbollum, litríkum ávöxtum og brakandi fersku grænmeti?

Vertu með?

Við erum stöðugt að leita að fleirum í liðið okkar. Við erum stolt af því hver við erum og okkur finnst hversdagurinn í öllum sínum fjölbreytileika alveg frábær!

Hvað er Kr,-?

Í ágúst 2017 var fyrsta Kr,- verslunin okkar opnuð á Vík í Mýrdal. Kr,- er smærri KRÓNUverslun aðlöguð að bæjarfélaginu og stendur Kr.- einfaldlega fyrir Krónu. Á sama hátt og tilgangur skammstöfunnar er að einfalda og spara tíma er hlutverk Kr,- að færa viðskiptavinum fjölbreytt vöruúrval á lægra vöruverði. Í Kr,- fást 2000 vörur á KRÓNUverði.

Krónan og Kr. – laus störf: